fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Mala gull á blóðmerum – 592 milljóna hagnaður Ísteka

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur verið áberandi í fréttum undanfarna daga vegna hneykslismáls sem snýr að þeirri kjarnastarfsemi fyrirtækisins að búa til frjósemislyf úr blóði fylfullra mera. Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin AWF/TSP (Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich) birtu sláandi myndband af blóðtöku fylfullra hryssa á íslenskum sveitabæ fyrir helgi sem olli mikilli reiði í samfélaginu.

Myndbandið er til rannsóknar hjá MAST og þar á bæ er málið litið alvarlegum augum enda má þar sjá óásættanlega meðferð á hryssunum sem  virðist stríða gegn starfsskilyrðum starfsemi Ísteka.

Ísteka brást við með yfirlýsingu þar sem vinnubrögðin í myndbandinu voru fordæmd. Fyrirtækið hefur fullyrt að gott eftirlit sé með skeppnum og blóðgjöfum sem framkvæmdar séu af dýralæknum. Þá heldur fyrirtækið úti sérstöku dýravelferðareftirliti og allt ferlið sé að sjálfsögðu undir eftirliti Matvælastofnunar.

Ekki fór þó saman hljóð og mynd í þeim efnum en Fréttablaðið greindi frá því að í umræddu myndbandi mætti sjá Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, láta elta dýraverndarsinnanna sem voru á Íslandi að taka upp myndefni af blóðmerahaldi. Hann hafi síðan rætt við fulltrúa samtakanna til að reyna að koma í veg fyrir birtingu myndefnisins.

„Framkvæmdastjóri Ísteka viðurkennir að hann hafi beðið dýralækni um að elta okkur. Við viljum ekki að myndir séu teknar af starfsemi okkar segir hann,“ kemur fram í myndbandinu en hér fyrir neðan má brot úr því sem sýnir framkvæmdastjóri Ísteka ræða við dýraverndarsinnanna.

Sjálfur hefur Arnar sagt að það séu vandfundin húsdýr sem hafa það betra en blóðgefandi hryssur. Þær lifa við óvenju mikið frelsi og tiltölulega lítið áreiti frá manninum.

Áratuga gamall iðnaður

Eins og áður segir snýst starfsemi Ísteka um framleiðslu á PMSG-hormóni sem finnst í fylfullum merum sem síðan er notað til þess að framleiða frjósemislyf. Aðalkaupendur lyfsins eru verksmiðjubændur í svínaiðnaði erlendis til þess að láta gyltur gjóta eins mörgum grísum og mögulegt er.

Í ítarlegri fréttaskýringu Fréttablaðsins frá því morgun er  farið er yfir blóðmerariðnaðinn í heild sinni. Þar kemur meðal annars fram að Ísland – og þar af leiðandi Ísteka – er stærsti framleiðandi PMSG í Evrópu en aðeins fimm lönd í heiminum öllum láta til sín taka á blóðmeramarkaðinum – Kína, Argentína, Úrúgvæ, Þýskaland og Ísland.

Þá fjallaði Bændablaðið um starfsemi Ísteka í desember 2020 þar sem farið var yfir reksturinn og sívaxandi umsvif fyrirtækisins sem farið er að fá merarblóð frá bændum allt í kringum landið. Þar kemur fram að hver meri getur gefið frá 45 og allt upp í 70þúsund krónur í tekjur fyrir bændur auk síðan folaldsins.

Ennfremur kom fram að  frumkvöðullinn Einar Birnir hjá G. Ólafsson hf. hafi lagt grunninn að  starfsemi fyrir um 35 árum síðan. Ísteka var hins vegar stofnað árið 2000.

Rekstur sem malar gull

Þegar gluggað er í ársreikninga Ísteka sést glöggt að mikið er upp úr rekstrinum að hafa. Vöxturinn hefur í raun verið ævintýralegur. Árið 2015 hagnaðist Ísteka um 137 milljónir króna en síðan þá hefur reksturinn farið á flug. Fimm árum síðar, árið 2020, var hagnaðurinn búinn að margfaldast upp í 592 milljónir króna og velta fyrirtækisins er um 1,7 milljarðar króna.

Stærsti eigandi Ísteka er Hörður Kristjánsson. Hann á persónulega 44,5% hlut í fyrirtækinu en síðan 32,3% hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt Klara ehf., samtals 76,8%. Annar stór eigandi er Hólm­fríður H. Ein­ars­dótt­ir sem með 19,2% í fyrirtækinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum