fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Vilhjálmur hraunar yfir lífeyrissjóðina – „Hvar er verkalýðshreyfingin? Hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga?”

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 13:30

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að „gífurlega sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna hér innanlands“ sé að valda því að á landinu ríki engin samkeppni sem bitni svo á launafólki í formi hærra vöruverðs. Furðar hann sig á því að verkalýðshreyfingin láti „þetta ofbeldi yfir sig ganga“.

Hann skrifar um þetta í pistli sem hann birti á Facebook.

„Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir eiga 6410 milljarða og þar af eru 4153 milljarðar inni í íslensku efnahagskerfi og þessi innlenda eign sjóðanna öskrar á arðsemi og ávöxtun.

Ætlar einhver að halda því fram að það sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og heimili að lífeyrissjóðirnir eigi 4153 milljarða sem öskra á arðsemi og mikla ávöxtun eins og áður sagði.“

Rammspillt umhverfi

Vilhjálmur bendir á að lífeyrissjóðir eigi um eða yfir 50 prósent af öllum skráðum félögum í Kauphöllinni og hafi innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukist um næstum 400 milljarða á einu ári.

„Skoðum samkeppnina sem íslenskum neytendum er boðið uppá í þessu rammspillta umhverfi. Byrjum á Tryggingamarkaðnum þar sem iðgjöld hafa hækkað á neytendur gríðarlega að undanförnu.

Lífeyrissjóðirnir eiga í Tryggingarfélögunum með eftirfarandi hætti:

  • Vís: 48,9%
  • Sjóvá: 48,3%
  • Tryggingamiðstöðin: 47,1%

Halda menn virkilega að þarna ríki einhver samkeppni neytendum til góðs?“

Vilhjálmur rifjar upp að Félag íslenskra bifreiðareigenda hafi nýlega bent á að að á hluthafafundi Sjóvá hafi verið samþykkt að greiða 2,5 milljarða til hluthafa í tengslum við hlutafjárlækkun félagsins. Þessi fjárhæð hafi komið til viðbótar við 2,65 milljarða arðgreiðslu ársins.

„Nei, að sjálfsögðu er ekki nokkur samkeppni í gangi á milli tryggingarfélaganna enda blasir það við að þegar nánast einn og sami aðilinn á um 50% í öllum tryggingarfélögunum. En tryggingar er stór kostnaðarliður fyrir heimili og neytendur í þessu landi.“

Vilhjálmur bendir á að svipað megi segja um matvöru- og olíumarkaðinn. Þar sé erfitt að halda því fram að þar ríki raunveruleg samkeppni.

„Hvað með matvörumarkaðinn og olíumarkaðinn halda menn eina einustu mínútu að þar ríki alvöru samkeppni neytendum til hagsbóta, skoðum hvað lífeyrissjóðirnir eiga í Högum og Festi. En Hagar eiga t.d. Bónus, Hagkaup og Olís og Festi á Krónuna, Elko og N1.

  • Hagar: 71,15%

  • Festi: 67,04%“

Lúbarnir fyrir arðsemiskröfu

Vilhjálmur telur ljóst að þessir ofursjóðir lífeyrissjóðanna séu ekki launafólki og neytendum til hagsbóta þar sem þeir hindri eðlilega samkeppni.

„Þetta birtist í því að hér ríkir alls engin samkeppni sem bitnar illilega á neytendum í hærra vöruverði, launum er haldið niðri enda öskra lífeyrissjóðirnir á arð og ávöxtun og segja meira að segja að þeirra eina hlutverk sé að hámarka arðsemi iðgjalda sjóðfélaga.

En er alveg sama hvernig það er gert er t.d. eðlilegt að hér ríki engin samkeppni sem bitnar á neytendum og það má líkja þessu við að launafólk sem greiði inn í lífeyrissjóðina í hverjum einasta mánuði er lúbarið á meðan það er á vinnumarkaði til að standa undir grenjandi arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna og svo þegar það loksins kemst á töku lífeyris þá er lífeyriskerfið búið að leika það svo grátt á meðan það var á vinnumarkaði að það stendur vart undir sér.“

Hvar er verkalýðshreyfingin?

Vilhjálmur nefnir svo kröfu atvinnurekenda um að hagvaxtaraukinn sem kveðið var á um í lífskjarasamningunum komi ekki til framkvæmda á næsta ári – líkt og hann ætti að gera.

„Þá kom forstjóri Festa og sagði ef hagvaxtaraukin verður greiddur út þarf annaðhvort að hækka vöruverð eða reka fólk. Já, forstjóri sem stýrir fyrirtæki sem launafólk hér á landi á upp undir 70% í hótar að reka fólk eða hækka vöruverð ef það á að standa við að hækka laun samkvæmt kjarasamningum.

Hvar er verkalýðshreyfingin? Hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga í ljósi þess að þetta eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga meirihluta í þessum fyrirtækjum.“

Vilhjálmur telur það stórundarlegt að aðrðsemiskrafa lífeyrissjóðanna sé látin bitna á launafólki, neytendum og heimilunum í landinu.

„Nei, það er eitthvað stórundarlegt að byggja þetta kerfi upp með þessum hætti þar sem hagsmunir launafólks, neytenda og heimila er fótumtroðnir í formi fákeppni, einokunar, hás vörðuverðs, verðtryggingar okurvaxta og kaupgjaldi haldið niðri allt í þágu þess að þjóna arðssemiskröfu lífeyrissjóðanna. Galið.is.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum