fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Traust afkoma OR fyrstu níu mánuði ársins

Eyjan
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 10:59

Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur í garðinum fyrir utan heimili sitt í Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afkoma í árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrstu níu mánuði ársins er afar góð. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að rekstrarkostnaður miðað við sama tímabil árið 2020 hefur lækkað um rúm 6% og auknar tekjur, meðal annars vegna hækkaðs álverðs, skýra trausta niðurstöðu.

Að sögn Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, endurspeglar niðurstaðan traust tök á rekstrarkostnaði. Því skili hagstæðar ytri aðstæður á borð við hærra álverð og lægri vexti sér í bættri afkomu. Árshlutareikningur OR samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2021 var samþykktur af stjórn OR í dag. Auk móðurfélagsins eru innan samstæðunnar Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix.

Rekstrarkostnaður lækkar

Rekstrarkostnaður á fyrstu níu mánuðunum lækkar milli áranna 2020 og 2021 um 867 milljónir króna eða 6,1%. Útgjöld vegna raforkukaupa og flutnings rafmagns lækka lítillega á milli ára og sömuleiðis launakostnaður en annar rekstrarkostnaður dregst saman um tæpan fimmtung.

Tekjur allra starfsþátta vaxa milli ára og rekstrarhagnaður (EBIT) nemur 14,4 milljörðum króna en var 11,2 milljarða fyrstu níu mánuðina 2020.

10,6 milljarða króna sveifla vegna álverðs

 

Í reikningsskilum Orkuveitu Reykjavíkur er lagt mat á verðmæti langtíma sölusamninga um rafmagn. Aukist verðmæti þeirra eða minnki er mismunurinn færður í rekstrarreikning. Í upphafi kórónuveirufaraldursins lækkaði álverð ört og þar sem hluti raforkusölu OR er tengdur álverði kom lækkað mat á verðmæti slíkra samninga niður á reiknaðri afkomu OR á árinu 2020. Á yfirstandandi ári hefur álverð hinsvegar hækkað talsvert. Eftir fyrstu níu mánuði ársins 2020 var verðmæti þessara langtímasamninga tengdra álverði metið hafa lækkað um 2,75 milljarða en í rekstrarreikningi yfirstandandi árs er það talið hafa vaxið um 7,86 milljarða króna. Sveiflan milli ára í þessari reiknuðu stærð uppgjörsins nemur því liðlega 10,6 milljörðum króna.

Þegar litið er til sjóðstreymis – raunverulegra fjármuna í árshlutauppgjörinu en ekki reiknaðra stærða – sjást áhrif lægri rekstrarkostnaðar og aukinna tekna þjónustuþáttanna glöggt. Handbært fé frá rekstri OR og dótturfélaganna nam 21,8 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins en var 19,4 milljarðar á sama tímabili 2020.

Áfram tiltölulega lágt verð

„Í þessu uppgjöri sjáum við enn á ný að sterk tök á rekstrarkostnaði í samstæðunni eru lykillinn að því að hagstæðar ytri aðstæður skili sér í góðri heildarniðurstöðu árshlutareiknings. Ef við lítum fram hjá reiknuðum stærðum í uppgjörinu þá væri rekstrarafkoman jákvæð um sex milljarða króna. Það er eðlilegur afrakstur af því fé sem eigendur hafa bundið í starfseminni. Vegna þessa árangurs í rekstrinum getum við haldið áfram að bjóða þjónustuna á tiltölulega lágu verði. Nýlega lækkuðu tengigjöld Veitna og nú liggur fyrir að raunlækkun verður á kalda vatninu með því að vatnsgjald heimila verður óbreytt á næsta ári. Um leið leyfir traust fjárhagsstaða okkur að tryggja gæði þjónustunnar, þróun og uppbyggingu. Aukin sjálfvirkni, meiri áreiðanleiki og að okkar mikilvægu veitukerfi standist loftslagsbreytingar eru lykilþættir svo að grunnþjónusta okkar standi fólki framtíðarinnar líka til boða á sanngjörnu verði,“ segir Bjarni Bjarnason í tilkynningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar