fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Segir óhjákvæmilegt að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 23:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í mikilli sókn í Evrópu síðustu vikur og þýskir stjórnmálamenn eru nú farnir að ýja að því að nauðsynlegt verði að gera bólusetningu gegn veirunni að skyldu ef takast á að komast í gegnum faraldurinn. Nágrannarnir í Austurríki hafa nú þegar ákveðið að frá og með 1. febrúar á næsta ári verði skylda að láta bólusetja sig gegn veirunni.

Thomas Bareiss, formaður þýsku ferðamálanefndarinnar, segist reikna með að bólusetningar verði gerðar að skyldu í landinu. Sky News skýrir frá þessu. Haft er eftir Bareiss að síversnandi staða faraldursins í Þýskalandi geri að verkum að fyrr eða síðar þurfi að gera bólusetningu gegn veirunni að skyldu. Hann sagði að það hafi verið mistök að gera bólusetningu ekki að skyldu strax í upphafi en ákvörðunin hafi verið „skiljanlega“ á þeim tíma sem hún var tekin.

Nokkur sambandsríki Þýskalands hafa hert sóttvarnaaðgerðir að undanförnu, sum hafa aflýst hinum hefðbundnu og fjölsóttu jólamörkuðum og önnur hafa bannað sölu áfengis.

Sjö daga hlutfall smitaðra er nú 362 smit á hverja 100.000 íbúa en í sumum sambandsríkjum er hlutfallið miklu hærra, til dæmis í Saxlandi þar sem það er 793.

Bariess, er flokksbróðir Angelu Merkel í CDU, og veitir ríkisstjórninni ráðgjöf varðandi stefnuna í ferðamannamálum. Í samtali við DPA sagði hann að eftir á að hyggja hafi verið mistök að gera bólusetningu ekki að skyldu strax frá upphafi. Það sé skiljanlegt að á þeim tíma hafi vonir verið bundnar við að þess þyrfti ekki en það hafi ekki verið raunhæft.

Hann sagði að í hans huga væri það ekki lengur réttlætanlegt að heilu geirarnir, á borð við iðnað, smásöluverslanir, veitingastaði, næturklúbba, bari og kvikmyndahús þurfi enn að glíma við vanda eftir 20 mánuði og þurfi að óttast um framtíð sína á meðan sumir taki sér það frelsi að láta ekki bólusetja sig.

Daniel Gunther, forsætisráðherra í Slésvík-Holtsetalandi sagði í samtali við Die Welt að hann sé reiðubúinn til að styðja bólusetningarskyldu og ekki sé lengur „viðeigandi“ að nota umfangsmiklar sóttvarnaaðgerðir eins og gert var áður en bóluefni urðu aðgengileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“