fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Donald Trump er í hefndarhug gegn flokksbróður sínum í Georgíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 18:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, er ekki maður sem fyrirgefur auðveldlega eða viðurkennir að hann hafi tapað. Glöggt dæmi um það má sjá í tengslum við forsetakosningarnar á síðasta ári sem hann tapaði. Hann hefur ekki viljað sætta sig við niðurstöðurnar og hefur ítrekað sett fram ósannar fullyrðingar og samsæriskenningar um að rangt hafi verið haft við í kosningunum. Nú er hann sagður í hefndarhug og hefndarleiðangri gegn flokksbróður sínum Brian Kemp sem er ríkisstjóri í Georgíu.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Kemp hafi lengi setið öruggur í ríkisstjóraembættinu en nú séu blikur á lofti. Þegar Trump reyndi að snúa úrslitum forsetakosninganna við með því að beita óheiðarlegum aðferðum leitaði hann hjálpar hjá Kemp. Georgía er eitt þeirra ríkja þar sem Trump tapaði með litlum mun en aðeins 12.000 atkvæði skildu hann og Joe Biden að.

Trump hringdi í Kemp og bað hann um að sjá til þess að þingmenn ríkisins myndu útnefna sína eigin kjörmenn sem myndu síðan kjósa Trump. Kemp hafnaði þessu og sagði að úrslit kosninganna myndu standa, ekki hefði verið haft rangt við í ríkinu.

Bandarískir fjölmiðlar segja að Trump geri nú allt sem í hans valdi stendur til að fá David Perdue til að bjóða sig fram gegn Kemp og velta honum úr sæti ríkisstjóra. Þetta er að sögn liður í langvarandi hefndaráætlun hans gegn Kemp.

Brian Kemp. Mynd:Getty

Margir Repúblikanar hafa varað við því að tekist verði á innan flokksins um hver verði frambjóðandi til ríkisstjóra því þeir óttast að það muni bara verða til að kljúfa flokkinn og á endanum gagnast Demókrötum. Þeir óttast að slík innanflokksátök geti jafnvel orðið til þess að Demókratar sigri í kosningunum á næsta ári og tryggi sér ríkisstjóraembættið í fyrsta sinn síðan 2003.

Eric Tanenblatt, fyrrum kosningastjóri hjá Repúblikanaflokknum, sagði í samtali við CNN að það væri slæmt ef Perdue býður sig fram á móti Kemp. Repúblikanar séu hinn ráðandi flokkur í Georgíu og það sé óskiljanlegt af hverju eigi að skora hæfan mann, sem er sitjandi ríkisstjóri, á hólm innan flokksins.

David Perdue hefur ekki enn tilkynnt hvort hann bjóði sig fram eður ei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“