fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Sauð upp úr í Silfrinu: Umræða um spítalann setti allt á hliðina – „Þegar það leggst inn fjöldi sem samsvarar þingflokki Sjálfstæðisflokksins verða takmarkanir út um allt í samfélaginu“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 12:02

mynd/skjáskot RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vanda áttu sér stað líflegar umræður um samfélagsmál í fyrri hluta Silfursins á RUV í morgun. Þar tók Egill Helgason þáttastjórnandi á móti þeim Sigmari Guðmundssyni, nýkjörnum þingmanni Viðreisnar, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og þingmanni Framsóknar, Kristrúnu Frostadóttur, nýkjörnum þingmanni Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, nýkjörnum þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Farið var um víðan völl, enda af nægum verkefnum að taka í pólitíkinni um þessar mundir.

Heilbrigðisráðuneytið heita kartaflan í ráðherrakaplinum

Átta vikur voru í gær liðnar frá kosningum, en samkvæmt stjórnarskrá skal þing koma saman eigi síðar en 10 vikum eftir kjördag. Voru viðstaddir sammála um að kominn væri tími á að þingið kæmi saman. Rætt var stuttlega um ríkisstjórnarmyndunina og sammæltust gestirnir aftur um að fókusinn væri að mestu á hver myndi fara með heilbrigðismálin.

Rætt hefur verið um það að Sjálfstæðisflokkurinn muni taka þau að sér, og hefur nafn Guðlaugs Þórs Guðlaugssonar verið fleygt fram í því samhengi. Guðlaugur hefur áður tekið ráðuneytið að sér á krefjandi tímum, en hann var ráðherra heilbrigðismála á árunum 2007-2009.

Suðurkjördæmi gerir kröfur

Nafn Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefur einnig verið nefnt í þessum sömu umræðum. Aðspurð út í hvort hún muni gera kröfu um ráðherrastól sagði hún ríka kröfu í Suðurkjördæmi um að ekki yrði gengið fram hjá kjördæminu aftur. Vísaði hún þar til þess að mörgum þótti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa gengið fram hjá Páli Magnússyni, forvera Guðrúnar í oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, við val á ráðherrum eftir kosningarnar 2017.

Ljóst er að heilbrigðismálin er „stóra málið“ um þessar mundir. Málaflokkurinn er óumdeilt fyrirferðamestur í fjölmiðlum þessa stundina og sá sem tekur ráðuneytið að sér á ærið verkefni fyrir höndum.

Þegar talið barst svo að því hvernig leysa ætti heilbrigðiskerfið fór allt í háa loft.

Sigmar lét Sjálfstæðisflokkinn heyra það

Guðrún benti á að ein lausnin gæti verið að dreifa álagi af Landspítalanum og yfir á heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins. „Af hverju hefur það þá ekki verið gert,“ skaut Sigmar inn. „Þinn flokkur er búinn að fara með forræði í ríkisstjórn alveg ótrúlega lengi. Þegar það leggst inn fjöldi sem samsvarar þingflokki Sjálfstæðisflokksins verða takmarkanir út um allt í samfélaginu. Þetta er bara ástand sem er ekki boðlegt.“

Guðrún benti þá Sigmari á að hún hafi ekki setið í ríkisstjórn í fjögur ár. „Já en þú getur ekki svarið stefnu flokksins af þér,“ sagði Sigmar þá.

„Þegar það leggjast 20 manns inn á spítalann þá fer allt á hliðina. Við þurfum að taka mannréttindi af fólki, við þurfum að segja við fólk þú getur ekki sinnt vinnunni þinni núna í einhvern tíma. Við erum rígbundinn við kerfi sem annar því ekki sem það á að anna. Það er einhver skýring á því sem nær langt aftur í tímann og veltur ekki bara á Covid,“ sagði Sigmar jafnframt.

Þáttinn má sjá í Sarpinum á RUV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna