fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Vilhjálmur ómyrkur í máli og segir launafólki að búa sig undir átök – „Grenjar eins og enginn sé morgundagurinn“

Eyjan
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélag Akraness, gefur lítið fyrir gagnrýni á svonefndan hagvaxtarauka lífskjarasamninganna sem koma á til framkvæmda í maí á næsta ári og sakar atvinnurekendur um hræsni að grenja eins og stungnir grísir yfir að launþegar fái umsamdar kjarabætur. Vilhjálmur telur að það stefni í átök á vinnumarkaði á nýju ári. 

Með lífskjarasamningunum var samið um svokallaðan hagvaxtarauka, en í honum felst að laun launþegar hækka verði hagvöxtur á mann yfir 1 prósenti. Þessi auki er skrefaskiptur og getur mest orðið 13.000 ef hagvöxtur á mann fer yfir 3 prósent. Ákvæðið tekur gildi í maí á næsta ári en þjóðhagsspá Seðlabankans gerir ráð fyrir 4 prósent hagvexti á þessu ári í kjölfar 6,5 prósent samdráttar á síðasta ári.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt að þessu ákvæði verði haldið til streitu í kjölfar COVID-samdráttar eru Eggert Þór Kristófersson, forstjóri FESTA, sem sagði í samtali við Innherja hjá Vísi að hann sæi aðeins tvær leiðir til að takast á við þessa hækkun í sínum rekstri – hækka vöruverð eða segja upp starfsfólki.

Vilhjálmur Birgisson segir þennan málflutning Eggert mikla hræsni, en hann skrifaði pistil um málið sem birtist á Facebook.

„Mikið ofboðsleg hræsni er í þessu fólki en nú grenja sumir atvinnurekendur eins og stunginn grís yfir því að það hagvaxtaraukinn í lífskjarasamningnum komi hugsanlega til framkvæmda á næsta ári.

Núna sprettur t.d. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, sem rekur ELKO, Krónuna og N1 fram og hótar að það séu bara tvær leiðir til að takast á við greiðslu á hagvaxtaraukanum það er annaðhvort að hækka vöruverð eða að fækka starfsfólki.“

Hagnaðist um 2,3 milljarða en ræður ekki við 300 milljónir vegna hagvaxtarauka

Vilhjálmur segir að hræsnin í atvinnurekendum ríði ekki við einteyming. Einkum í ljósi þess að félög eins og Festar hafi hagnast mikið undanfarið.

„Að hugsa sér svona hótun en við gengum frá samningum sem kváðu á um að ef hagvöxtur á pr. mann fer upp fyrir vissa prósentu þá komi til greiðslu á hagvaxtaraukanum og nemur sú greiðsla frá 3.000 kr. til 13.000 kr. Nú vilja vissir atvinnurekendur ekkert fara eftir þessum samningum og hræsnin í þessu fólki ríður ekki við einteyming.

Nægir að nefna í því samhengi að það kom fram í fréttum að Festi hafi hagnast um 2,3 milljarða á árinu 2020 og velta t.d. hjá Krónunni hafi aldrei verið meiri og hagnaður Krónunnar hafi aukist um 22%.“

Vilhjálmur bendir á að Eggert hafi sagt að hagvaxtaraukinn muni kota Festar 300 milljónir en Festar hafi skilað nýlega 2,3 milljörðum í hagnað.

„Tala svo um að eina leiðin til að borga þennan hagvaxtaauka sem muni kosta fyrirtækið 300 milljónir sé að reka starfsfólk eða hækka vöruverð. Halló, Festi skilaði 2,3 milljörðum í hagnað er ekki nóg að hagnaður sé t.d. 2 milljarðar?“

Sami forstjóri hækkaði mikið í launum

Eggert hafi sjálfur fengið fimm mánaða bónus árið 2019 og hafi mánaðarlaun hans hækkað um milljón.

„Rétt að rifja líka upp að þessi sami forstjóri, Eggert Þór, sem núna grenjar eins og enginn sé morgundagurinn yfir því að þurfa hugsanlega að greiða fólki sem tekur laun eftir afar lágum launatöxtum fékk sjálfur fimm mánaða bónus árið 2019 og fóru árslaun hans úr 61,7 milljónum króna í 73,4 milljónir eða sem nemur tæpum 12 milljóna hækkun launa á ársgrundvelli. Mánaðarlaun hans hækkuðu úr 5,1 milljón í 6,1 milljón á mánuði.“

Nú komi atvinnurekendur á ofurlaunum og barmi sér yfir því að starfsmenn þeirra – sem skapi arðinn – eigi rétt á auka launahækkun á grundvelli ákvæðis sem hafi verið samið um í kjarasamningum.

„Svo koma svona græðgispungar og væla yfir því að fólkið á gólfinu sem skapar arðinn hjá fyrirtækinu eigi hugsanlega möguleika að fá aukahækkun í formi þess sem samið var í lífskjarasamningum í formi hagvaxtarauka.

Mér sýnist að hroki og fyrirlitning sumra atvinnurekenda í garð sinna starfsmanna muni kalla á að launafólk skuli búa sig undir átök á íslenskum vinnumarkaði á næsta ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar