fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Umsvif PLAY aukast – Bæta við sig tveimur nýjum flugvélum

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 10:55

Birgir Jónsson, forstjóri, Play. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PLAY hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann China Aircraft Leasing Company (CALC) um leigu á tveimur A320neo flugvélum. Vélarnar verða afhentar PLAY í næstu viku og verða í kjölfarið málaðar og aðlagaðar að þörfum félagsins. Þær eru væntanlegar til landsins í Mars 2022 áður en félagið hefur flug til Norður Ameríku. Vélarnar eru nýjar og verða afhentar beint frá framleiðandanum Airbus. Þessar ráðstafanir stækka flota PLAY úr þremur flugvélum í fimm fyrir sumarið 2022.

Sjá einnig: PLAY kynnir fjóra nýja áfangastaði: Tékkland, Þýskaland, Ítalía og Portúgal

PLAY hafði áður greint frá undirritun viljayfirlýsingar við CALC í ágúst.

Í september undirritaði PLAY samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. Vélarnar verða afhentar frá hausti 2022 til vors 2023.

Með þessum samningum hefur PLAY tryggt hagstæð kjör í samræmi við núverandi markaðsaðstæður. Samningarnir eru til langs tíma og vélarnar eru hagkvæmar í rekstri.

Airbus A320 fjölskyldan hentar rekstri PLAY sérstaklega vel. Stærð og drægni vélanna gera PLAY kleift að þjónusta stærri og minni markaði, nær og fjær. Þær eru sparneytnar á eldsneyti og þekking áhafna PLAY á þessum vélum er þegar til staðar sem einfaldar reksturinn.

„Við erum mjög ánægð með að bæta vélum í flotann. Við erum meðvitað að taka ákvarðanir með umhverfissjónarmið í huga og er val á þessum flugvélum til marks um það,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar