fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Björn Ingi sakar Tómas um karlrembu og læknahroka – „Fengu á sig hrútskýringu til baka frá yfirlækninum“

Eyjan
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sakar Tómas Guðbjartsson um hrútskýringar og karlrembu í garð ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísar Kolbrúnar Reykjörð Gylfadóttur, í nýlegum pistli. Tómas þurfi að horfast í augu við það að vandi Landspítalans sé ekki Covid, heldur reksturinn. 

Orðum fylgir ábyrgð

Tómas skrifaði pistil á þriðjudaginn þar sem vísaði til þess að nýlega hafi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallað eftir því að allar Covid-takmarkanir yrðu afnumdar hér á landi og vísað í þeim málflutningi til einstaklingsfrelsisins.

Síðustu afléttingar hafi orðið til þess að nú sé Landspítali enn og aftur kominn á hættustig og staðan þar víða þung. Ráðherrarnir tveir hafi kallað eftir fyrirsjáanleika, en nú sé staðan sú að önnur lönd vara við ferðalögum hingað út af stöðunni.

„Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónustan og samtök atvinnurekanda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð. Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Skoðanaskipti eiga vissulega rétt á sér, en ráðherrar verða að gæta orða sinna og varast að berja í falskar pólitískar bumbur. Skynsemi er nefnilega merkilega fyrirsjáanleg.“

Karlremba og læknahroki

Björn Ingi hefur nú svarað þessum pistli Tómasar. Þar sakar Björn Tómas um að vera haldinn læknahroka og að málflutningur hans standist ekki skoðun.

„Á fésbókinni í gærkvöldi reyndi hann að stökkva á hverfulan vinsældavagninn með því að tiltaka konur í Sjálfstæðisflokknum sérstaklega og gagnrýna þær fyrir baráttu fyrir einstaklingsfrelsi og að berja í falskar pólitískar bumbur. Með karlrembu og læknahroka sagði yfirlæknirinn efnislega að þessar ágætu konur ættu ekki að ræða mál sem þær hafi ekki vit á.“

Björn Ingi bendir á að fleiri hafi talað fyrir einstaklingsfrelsi og afnámi takmarkana en bara Áslaug og Þórdís.

„T.d. allir formenn ríkisstjórnarflokkanna auk heilbrigðisráðherrans Svandísar Svavarsdóttur, enda samþykkti ríkisstjórnin öll að afnema takmarkanir að tilteknum tíma liðnum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var sama sinnis og vildi gera þetta strax, sama sögðu margir fleiri.“

Benda á kjarna málsins

Veltir Björn Ingi því fyrir sér hvers vegna Tómas hafi ákveðið að nefna bara þessa tvo ráðherra í færslu sinni.

„Er það kannski vegna þess að þær Áslaug Anna og Þórdís Kolbrún hafa leyft sér að benda á kjarna máls, sem er að heilbrigðisráðuneytið og Landspítalinn hafa ekki staðið sig nægilega vel í því að búa sig undir að faraldurinn geti dregist á langinn? Og er ekki bara margt til í þeirri gagnrýni, þegar nánar er að gáð?“

Björn Ingi spyr hvers vegna staðan sé ekki orðin betri á sjúkrahúsinu og hvers vegna Landspítali sé sífellt að sækjast eftir verkefnum sem sinnt er annars staðar í heilbrigðiskerfinu af einkaaðilum eða félagasamtökum þegar hann ráði varla við þau verkefni sem hann sinnir fyrir.

„Eru menn búnir að gleyma því hve illa Landspítalinn tók fyrst í aðstoð Íslenskrar erfðagreiningar þegar faraldurinn kom upp?“

Ábyrgð stjórnenda og stjórnvalda

Björn Ingi bendir á að vandi Landspítalans sé ekki bara þeir tveir tugir COVID-sjúkra sem þar liggja inni.

„Vandinn er miklu djúpstæðari og er á ábyrgð stjórnenda og stjórnvalda. Hann snýst bæði um skort á fjármagni og skort á stefnumörkun til framtíðar. Og innbyrðis valdabaráttu innan heilbrigðiskerfisins. Þessi vandi er ekki á ábyrgð starfsfólksins á spítalanum sem staðið hefur vaktina með miklum sóma.“

Hrútskýringar frá yfirlækni

Björn Ingi spyr hvers vegna ekki sé búið að semja sérstaklega við hjúkrunarfræðinga um að ganga vaktir á gjörgæslunni með tvöföldum launum á meðan á faraldrinum stendur. Eða setja upp sérstakt farsóttahús.

„Af hverju er alltaf verið að ræða að bjarga málum á spítalanum frá degi til dags, í stað þess að horfa á heildarmyndina?

Það er þetta sem þær Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún leyfðu sér að ræða, með fullum rétti. Og fengu á sig hrútskýringu til baka frá yfirlækninum Tómasi. Við skulum ekki taka undir slíkan málflutning, því annars verðum við föst næstu misserin í eilífum sóttvarnarbjörgunaraðgerðum til þess að verja spítalann frá degi til dags í stað þess að ráða almennilega bót á vandanum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Í gær

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni