fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Eyjan

Krista Hall gengur til liðs við Brandenburg

Eyjan
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 11:45

Krista Hall

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grafíski hönnuðurinn Krista Hall hefur verið ráðin til starfa hjá Brandenburg auglýsingastofu. Krista hefur mikla reynslu og hefur getið sér gott orð í faginu. Hún útskrifaðist í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2014. Eftir nám var hennar fyrsta stóra verkefni að hanna og skapa teiknaðan heim fyrir tölvuleikinn og appið Mussila sem ætlað er að kenna börnum tónlist. Þá hefur Krista um árabil haft umsjón með útliti á sælkerahátíðinni Food and Fun. Árið 2018 réð Krista sig til starfa hjá Tvist auglýsingastofu og tók þar stöðu umsjónarhönnuðar (e. Art Director) fyrr á þessu ári. Krista hefur nú verið ráðin á Brandenburg, í stöðu umsjónarhönnuðar.

Hrafn Gunnarsson er hugmynda- og hönnunarstjóri á Brandenburg. „Það er mikill fengur að fá Kristu til liðs við okkur á Brandenburg. Hún er öflugur og hugmyndaríkur hönnuður og er strax farin að láta til sín taka á stofunni. Krista smellpassar inn í hópinn og fellur vel að hugmyndafræðinni okkar á Brandenburg. Við leggjum mikla áherslu á árangursdrifna hugmyndavinnu sem við teljum að sé lykilatriði í farsælli uppbyggingu á vörumerkjum. Þar er Krista strax að koma virkilega sterk inn,“ segir Hrafn.

Hjá Brandenburg starfa tæplega 40 sérfræðingar á sviði vörumerkjaráðgjafar, hönnunar, hugmyndavinnu og textagerðar auk þess að sjá um birtingar, kaup og ráðgjöf gegnum snjallbirtingafyrirtækið Datera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 6 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi