fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Einar nýr forstjóri Fjarðaráls

Eyjan
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 15:54

Einar Þorsteinsson Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson tekur við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls þann 1. desember 2021. Tor Arne Berg sem hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár snýr aftur til Noregs í nýtt starf hjá Alcoa en hann mun vera Einari innan handar út dembermánuð. Í fréttatilkynningu frá Norðuráli kemur fram að í starfi sínu sem forstjóri Fjarðaáls mun Einar leiða starfsemina og móta stefnu fyrirtækisins.

Einar hefur fram til þessa starfað hjá Elkem og þar hefur hann gegnt margvíslegum stöðum um víða veröld. Starfsstöðvar hans hafa verið á Íslandi, í Frakklandi og í Kína og störfin fjölbreytt, þeirra á meðal forstjóri, ráðgjafi, yfirmaður ferlaþróunar og umdæmisstjóri í Asíu. Áður en Einar tók til starfa hjá Elkem vann hann hjá nokkrum fyrirtækjum í stjórnunarstöðum og hefur því víðtæka reynslu á því sviði.

Einar er menntaður vélvirki, vélaverkfræðingur og með meistaragráðu í iðnaðar- og vélaverkfræði frá Álaborgar háskóla. Sérsvið hans eru viðskipta- og stefnumótun, markaðsseting, ferla- og rekstrarstýring og hagræðing í aðfagnakeðju. Þessi víðtæka reynsla og þekking mun nýtast Einari vel í nýju starfi hans hjá Fjarðaáli.

Eiginkona Einars er Edda Elísabet Kjerúlf, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. Einar mun flytja frá Reykjavík til Austurlands eftir að hann tekur við starfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?