fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Sveitarstjórnarkosningar í Danmörku í dag í skugga heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 06:13

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir ganga að kjörborðinu í dag þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram. Óhætt er að segja að þær fari fram í skugga heimsfaraldursins og er reiknað með að kjörsókn verði með minna móti vegna þessa. Faraldurinn hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu vikurnar og má nefna að í gær greindust rúmlega 3.600 smit. Kosningarnar verða að hluta mælikvarði á ánægju kjósenda með störf ríkisstjórnar jafnaðarmanna og hvernig hún hefur tekist á við heimsfaraldurinn.

En sveitarstjórnarkosningar eru auðvitað öðruvísi en þingkosningar og því verða þær að hluta ekki mælikvarði á ánægju kjósenda með minnihlutastjórn jafnaðarmanna sem hefur stýrt landinu í gegnum faraldurinn fram að þessu. Í mörgum bæjum og borgum standa ákveðnir flokkar vel að vígi og skiptir þá yfirleitt engu máli hver staðan er á landsvísu eða hvernig sitjandi ríkisstjórn stendur sig.

Reiknað er með að færri mæti á kjörstað að þessu sinni en ella vegna heimsfaraldursins. Yfirvöld hafa hvatt fólk til að kjósa enda sé það hornsteinn lýðræðisins. Margvíslegar ráðstafanir hafa verið gerðar á kjörstöðum til að tryggja öryggi kjósenda og í gær fengu mörg hundruð þúsund kjósendur smáskilaboð frá hinu opinbera þar sem þeir eru hvattir til að kjósa og fullvissaðir um að það sé öruggt að mæta á kjörstað.

Auk kosninga til sveitarstjórna verður kosið í svokallaðar héraðsstjórnir, Regionsråd, en Danmörku er skipt upp í fimm stjórnsýslusvæði, Region, þar sem Regionsråd fara með völdin. Þessi stjórnsýslusvæði sjá um ýmislegt sem er á höndum hins opinbera, til dæmis rekstur heilbrigðiskerfisins, sjúkraflutninga og fleira því tengt.

Kjörstaðir opna klukkan 8 að dönskum tíma og loka klukkan 20 að dönskum tíma. Fljótlega eftir það berast fyrstu tölur en ólíkt því sem er hér á landi þá eru atkvæði talin á hverjum kjörstað fyrir sig og hefst talning klukkan 20.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu