fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

„Raddir skynseminnar hafa sem betur fer haft betur við þetta margumtalaða ríkisstjórnarborð“ segir Elín Hirst

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 07:06

Elín Hirst. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Hirst skrifar ritstjórnargrein Fréttablaðsins í dag þar sem hún fjallar um heimsfaraldurinn og ástand heilbrigðiskerfisins hér á landi. Þessi fyrrum þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í flokkinn fyrir afstöðu sumra innan hans til sóttvarnaaðgerða vegna heimsfaraldursins.

Grein Elínar ber fyrirsögnina „Músagangur“. Í henni segir hún að líklega muni heimsfaraldurinn herja á okkur á næsta ári og hugsanlega 2023 en ekki sé þó hægt að fullyrða um það enn sem komið er. Hún víkur síðan að viðbrögðum kínverskra stjórnvalda þegar faraldurinn kom upp og segir að með afneitun þeirra og leyndarhyggju hafi veiran líklega náð meiri útbreiðslu en ef strax hefði verið gripið í taumana.

Hvað varðar bólusetningar segir hún að þær hafi því miður ekki skilað þeirri vörn sem vænst var. „Menn skiptast nú í tvö horn. Þeir sem vilja grípa til hertra aðgerða til að vernda Landspítalann og þeir sem vilja litlar sem engar hömlur. En staðan er því miður sú að íslenska þjóðin býr við heilbrigðiskerfi með eldgamla og úr sér gengna innviði, sem hefur lítið þanþol. Sum húsakynni LSH eru ekki einu sinni músheld. Við Íslendingar höfum ekki borið gæfu til að hlúa að heilbrigðismálum okkar eins og eðlilegt hefði verið í velmegunarsamfélagi þar sem þjóðarauður hefur vaxið ríkulega á síðustu áratugum. Hvað ætli kjósendur hafi oft grátbeðið um endurbætur, loforð hafa verið gefin, en síðan fæðast bara litlar mýs, í orðsins fyllstu merkingu. Ekki verður núverandi valdhöfum einum kennt um, heldur byrjaði þessi hrunadans fyrir mörgum áratugum,“ segir hún og bætir við að enginn hafi haft pólitíska kjark til að segja að nú væri nóg komið. Ljóst sé að það verði miklu dýrara fyrir þjóðina að rétta þetta kerfi við, heldur en það hefði verið byggt upp jafnt og þétt.

Í lokinni víkur hún síðan að þeirri staðreyndi að næstu tvö árin getum við hugsanlega staðið frammi fyrir stöðugu kapphlaupi við stökkbreytta kórónuveiru og ný afbrigði geti kallað á enn fleiri endurbólusetningar. „En góður fréttirnar eru þær að íslensk stjórnvöld hafa borið gæfu til þess að hlusta á vísindin þrátt fyrir sífelldan kryt við ríkisstjórnarborðið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um „frelsi einstaklingsins“ og atvinnurekenda, enda er það leiðarstef í stefnuskrá hans. Raddir skynseminnar hafa sem betur fer haft betur við þetta margumtalaða ríkisstjórnarborð,“ segir hún síðan að síðustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“