fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Ný ráðuneyti sögð vera á teikniborðinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 09:00

Stjórnarráðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný ríkisstjórn mun væntanlega kynna ný ráðuneyti og flutning verkefna á milli ráðuneyta í næstu viku ef allt gengur eftir. Það veltur aðallega á niðurstöðum mála er varða kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar er sagður nær tilbúinn en enn er þó að sögn verið að hnika til málsgreinum hér og þar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir heimildarmönnum að mestu muni skipta, varðandi endanlega útgáfu stjórnarsáttmálans, hver niðurstaðan verði varðandi verkefnatilflutning og skipan ráðuneyta en þau mál eru enn til umræðu.

Ein mestu tíðindin eru að sögn að til stendur að endurskoða lögin í kringum rammaáætlun en það mun væntanlega taka langan tíma.

Blaðið segir að til standi að mynda nýtt innviðaráðuneyti sem Sigurður Ingi Jóhannsson muni væntanlega fá í sinn hlut. Í því verða verkefni samgönguráðuneytisins, húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál. Einnig hefur verið rætt um að setja þekkingarráðuneyti á laggirnar þar sem málefni vísinda, menningar og nýsköpunar verði.

Einnig hefur að sögn verið rætt um að endurreisa viðskiptaráðuneytið og undir það falli allur fjármálageirinn, samkeppnis- og neytendamál og félagaréttur.

Blaðið segir að enn liggi ekki fyrir hvernig ráðuneytunum verði skipt á milli flokkanna og ekki hverjir verða ráðherrar. Þó liggi fyrir að tveir nýir ráðherrar taki sæti í stjórninni og eru Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, sögð líklegust til að setjast í þessi sæti.

Morgunblaðið segir að formenn stjórnarflokkanna gangi út frá því að verulegar breytingar verði gerðar á sætaskipan við ríkisstjórnarborðið en að litlar breytingar verði gerðar á ráðherraliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar