Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,2%, nær óbreytt frá síðustu fylgismælingu MMR og rúmum tveimur prósentustigum minna en við síðustu Alþingiskosningar. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 17,5%, tæpum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu en fylgi Vinstri grænna mældist nú 13,9%, rúmum tveimur prósentustigum meira en í síðustu mælingu.
Fylgi Pírata mældist nú 12,4%, nær óbreytt frá síðustu mælingu og fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 11,1%, tæpum tveimur prósentum hærra en í síðustu mælingu. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,2%, tæpum tveimur prósentustigum minna en í síðustu mælingu og fylgi Miðflokksins mældist nú 4,2%, tæpum tveimur prósentum minna en í síðustu mælingu.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 60,0%, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu könnun þar sem stuðningur mældist 57,6%.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,2% og var 22,1% í síðustu mælingu.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 17,5% og mældist 19,2% í síðustu mælingu.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 13,9% og mældist 11,5% í síðustu mælingu.
Fylgi Pírata mældist nú 12,4% og mældist 11,8% í síðustu mælingu.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 11,1% og mældist 9,5% í síðustu mælingu.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 8,0% og mældist 8,0% í síðustu mælingu.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,2% og mældist 8,0% í síðustu mælingu.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 4,2% og mældist 6,0% í síðustu mælingu.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,7% og mældist 3,3% í síðustu mælingu.
Stuðningur við aðra mældist 0,8% samanlagt.