fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni – Framsókn leggur allt í sölurnar fyrir draumaráðuneyti Lilju

Eyjan
Laugardaginn 13. nóvember 2021 11:15

Lilja Alfreðsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa núna setið í reykmettuðum bakherbergjum í rúmar sjö vikur að hnoða saman stjórnarsáttmála og ekki síður ákveða skiptingu ráðuneyta. Líkur eru taldar á því að nýtt ráðuneyti muni fæðast og þá er ljóst að einhverjar breytingar verða á verkaskiptingum ráðuneyta.

Eins og kom fram í Orðinu fyrir tæpri viku síðan eru yfirgnæfandi líkur á því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hverfi á braut þaðan og taki jafnvel að sér embætti forseta Alþingis. Sjálfstæðismenn hafa lagt þunga áherslu á að fá lyklavöldin í Heilbrigðisráðuneytinu og líklegt er að það gangi eftir.

Á móti þurfa Sjálfstæðismenn mögulega að gefa eftir hið eftirsótta utanríkisráðuneyti. Guðlaugur Þór Þórðarsson hefur gegnt embættinu á þessu kjörtímabili og verið farsæll í starfi. Hermt er að Guðlaugur Þór vilji gjarnan halda áfram þeim störfum sínum en þurfi mögulega að fórna sér fyrir Flokkinn.

Framsóknarflokkurinn var óumdeildur sigurvegari síðustu Alþingiskosninga og var því í sterkri samningsstöðu í stjórnarmyndunarviðræðunum. Heimildir Orðsins herma að forysta Framsóknar hafi ákveðið að eyða hluta af púðrinu í að tryggja að heitast ósk Lilju Alfreðsdóttur yrði uppfyllt – embætti Guðlaugs Þórs.

Lilja er kunnug staðarháttum í utanríkisráðuneytinu því hún tók við embættinu sem utanþingsráðherra í apríl 2016 og gegndi því  í rúmt eitt og hálft ár eða fram að alþingiskosningunum 2017. Þetta kjörtímabil hefur Lilja setið í stóli ráðherra mennta- og menningarmála og hefur verið gerður góður rómur að hennar störfum þar. Hún kunni þó betur við sig í utanríkismálunum og nú gæti sú ósk verið að rætast.

Eins og Orðið greindi frá á dögunum eru allar líkur taldar á því að Svandís Svavarsdóttir yfirgefi heilbrigðisráðuneytið og taki mögulega við embætti forseta Alþingis. Herma heimildir Orðsins að margir Sjálfstæðismenn vilji gjarnan að Guðlaugur Þór taki af við lyklavöldunum af Svandísi. Þar er hann öllum hnútum kunnugur eftir að hafa gegnt embættinu fyrir hrun.

Embættið er kannski ekki hans fyrsta val en tækifærið er stórt. Heilbrigðismálin eru í fullkomnum ólestri og sá sem nær að snúa þeirri stöðu við mun styrkja stöðu sína verulega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Moyes aftur til Everton
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum