Talibanar hafa ekki úr miklum fjármunum að moða og hafa ekki efni á að ráða þessa menn til starfa og því leita sumir til Íslamska ríkisins í von um vinnu og laun.
Efnahagur Afganistan er ekki burðugur og þar búa milljónir manna sem eru vanir að bera vopn til að sjá fyrir sér og sínum. Wall Street Journal skýrði nýlega frá því að Afganar, sem bandarískir hermenn þjálfuðu árum saman, séu farnir að ganga til liðs við Íslamska ríkið í landinu.
Íslamska ríkið hefur gert nokkrar árásir í landinu frá því að Talibanar tóku völdin og telja margir að átök þessar tveggja samtaka bókstafstrúarmanna og hryðjuverkamanna muni bara færast í vöxt á næstunni.
Wall Street Journal hafði eftir Mawlawi Zubair, foringja 750 manna herdeildar Talibana í Kabúl, að Talibanar standi frammi fyrir margvíslegum vandamálum.
Margir sérfræðingar telja miklar líkur á að ný borgarastyrjöld brjótist út í landinu, staðan þar sé einfaldlega svo flókin og erfið og með alla þessa landsmenn sem hafa lengi haft lifibrauð af því að standa í stríði geti eiginlega ekki farið öðruvísi en svo að borgarastyrjöld brjótist út.