fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Grikkir og Tyrkir í vopnakapphlaupi – Franskar freigátur og þýskir kafbátar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. nóvember 2021 18:30

Grísk eftirlitsstöð við tyrknesku landamærin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennan á milli Grikkja og Tyrka um landamæri ríkjanna í austanverðu Miðjarðarhafi eru ekki nýjar af nálinni og rista mjög djúpt. Að undanförnu hefur spennan aukist töluvert og má eiginlega segja að vopnakapphlaup sé hafið á milli þessara tveggja NATO-ríkja.

Tyrkir keyptu nýlega fullkoman þýska dísilkafbáta og Grikkir pöntuðu háþróaðar franskar freigátur. Ríkisstjórnirnar í Grikklandi og París hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér skuldbindingu um að ríkin komi hvort öðru til aðstoðar ef á þau verður ráðist af þriðja ríki.

Tyrkir eru ekki sáttir við þetta og nýlega varaði Hulusi Akar, varnarmálaráðherra, Grikki við því að hefja vopnakapphlaup við Tyrki. Hann sagði að samningur þeirra við Frakka og vopnakaup muni ekki veita þeim neitt forskot á Tyrkland. Þetta sagði hann í samtali við dagblaðið Hurriyet.

En Tyrkir geta litið í eigin barm varðandi faðmlög Grikkja og Frakka því á síðustu árum hefur ítrekað komið til árekstra á milli tyrkneskra og grískra herskipa nærri Kýpur og á milli Frakka og Tyrkja við strendur Líbíu. Aðalástæðan fyrir þessu eru boranir Tyrkja eftir olíu á hafsvæðum sem önnur ríki gera einnig tilkall til.

Ísrael og Egyptaland eru einnig í hópi ríkja sem eru andsnúin Tyrkjum því þau eru ósátt við túlkun þeirra á yfirráðum yfir hafsvæðum. Egyptar sýndu óánægju sína í verki nýlega þegar þeir sömdu við Grikki um að tengja raforkukerfi ríkjanna saman. Til þess að það geti orðið þarf að leggja streng á hafsbotni yfir svæði sunnan við grísku eyjuna Krít en Tyrkir telja þetta hafsvæði vera tyrkneskt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð