Kosningu nýs formanns Eflingar hefur verið flýtt og fer fram þann 15. febrúar næstkomandi. Kjarninn greinir frá þessu.
Þetta kemur fram í ályktun trúnaðarráðs Eflingar en þar er brotthvarf Sólveigar harmað og henni þökkuð linnulaus barátta fyrir hagsmunum félagsmanna Eflingar. Sagt er að hún hafi gefið fyrirheit um breytingar er hún háði baráttu um formannssætið vorið 2018 og við þau fyrirheit hafi hún staðið.
Í viðtali sem Kjarninn tók við Sólveigu um síðustu helgi kom fram að hún hefur ekki gert upp hug sinn um það hvort hún hyggist bjóða sig fram að nýju í formannssætið. Segist hún ekki getað hugsað lengra fram í tímann núna en einn dag í einu.
Ljóst er að engan veginn er hægt að útiloka framboð Sólveigar.