fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Athyglisverðar tölur – Miklu fleiri látast af völdum COVID-19 í ríkjum þar sem Trump nýtur mikils stuðnings

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 06:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi látast rúmlega 1.000 manns af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Nýjar tölur sýna að mikill munur er á dánartíðninni á milli landshluta. New York Times tók nýlega saman yfirlit yfir andlátin af völdum COVID-19 í október og sýna tölurnar að tengsl eru á milli þess hvað íbúar kusu í forsetakosningunum á síðasta ári og dánartíðni. Sömu niðurstöður koma fram í samantekt npr.org

Í sýslum þar sem að minnsta kosti 60% kusu Donald Trump var dánartíðnin í október 25 á hverja 100.000 íbúa. Í sýslum þar sem að minnsta kosti 60% kusu Joe Biden var dánartíðnin 7,8 á hverja 100.000 íbúa. Það eru sem sagt þrisvar sinnum meiri líkur á að deyja af völdum COVID-19 í „Trumplandi“ miðað við í „Bidenlandi“.

Þegar faraldurinn skall fyrst á Bandaríkjunum var myndin önnur. Þá voru það New York og New Jersey sem voru í verstu stöðunni en í mars og apríl á síðasta ári var rúmlega helmingur smitanna í landinu í þessum tveimur ríkjum. Í þessum ríkjum sigraði Biden með 23 og 16 prósentustiga mun.

Afstaða fólks til bólusetninga ræður miklu. Mynd:Getty

Nokkrum mánuðum eftir að veiran barst til Bandaríkjanna fór hún að breiðast út um landið af meiri krafti og fjöldi smita í Suðurríkjunum og Miðvesturríkjunum fór vaxandi en í þeim ríkjum njóta Repúblikanar mikils stuðnings. Í desember höfðu hlutföllin jafnast út og dánartíðnin var mjög jöfn um öll Bandaríkin.

Síðan komu bóluefnin og Bandaríkin voru í fararbroddi við að hefja bólusetningar. Leiðtogar Demókrata voru fljótir að fylkja sér á bak við bóluefnin og mæla með þeim en margir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum voru efins og létu efasemdir sínar í ljós. Þetta varð til þess að mikill munur varð á hversu margir létu bólusetja sig. Tölur frá Our World in Data sýna að hlutfall bólusettra er 30-40% hærra í ríkjum sem Biden sigraði í en þar sem Trump sigraði. Þetta hefur haft í för með sér að faraldurinn hefur lagst þyngra á ríki þar sem Trump nýtur mikils stuðnings. Þessi þróun hefur haldið áfram og október er sá mánuður þar sem munurinn hefur verið mestur til þessa.

Í heildina er dánartíðnin af völdum COVID-19 hæst í Bandaríkjunum af löndunum í Norður-Ameríku og ef borið er saman við Vestur-Evrópu.

Á síðustu tveimur vikum hefur hættan á að deyja af völdum COVID-19 verið rúmlega fimm sinnum meiri í Bandarikjunum en í löndum á borð við Spán, Frakkland og Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni