fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Tómas segir hróp ráðherra og þingmanna um að afnema eigi allar takmarkanir vera eins og að sparka í liggjandi og blæðandi mann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 06:01

Tómas Guðbjartsson Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðsviði LSH og prófessor við læknadeild HÍ, segir að óásættanleg kyrrstaða ríki í málefnum Landspítalans og sé spítalinn eins og rekald sem enginn virðist ætla að koma til hafnar. Hann segir að á sama tíma og þessi alvarlega staða sé uppi hrópi einstaka ráðherrar og þingmenn á torgum úti og segi brýnt að afnema eigi allar takmarkanir en fyrir fólkið sem stendur vaktina á gólfi Landspítalans sé þetta eins og að sparka í liggjandi og blæðandi mann.

Þetta kemur fram í grein sem Tómas skrifaði og birtist á Vísi.is. Greinin ber yfirskriftina „Flaggskip með net í skrúfunni“. Í henni segir Tómas að sárt sé að sjá hvernig sumar af lykildeildum Landspítalans séu hægt og bítandi að sökkva í sæ. Engar ýkjur séu að flaggskip heilbrigðiskerfisins sé með net í skrúfunni og virðist reka að klettóttri strönd.

Hann segir að bráðamóttakan og hjartaskurðdeildin séu í lamasessi og nær daglega berist neyðarkall frá bráðamóttökunni en þar sé langt síðan ástandið varð algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Hann segir að á gjörgæsludeildunum sé staðan ekki betri og nálgist neyðarástand. „Báðar gjörgæsludeildir spítalans hafa verið fullar upp í rjáfur svo vikum skiptir, ekki aðeins af Covid-sjúklingum heldur einnig öðrum lífshættulega veikum sjúklingum,“ segir hann.

Hann segir að vegna þessa ástands hafi ekki verið hægt að framkvæma opnar hjartaaðgerðir í rúmlega tvær vikur á einu hjartaskurðdeild landsins og það sé einstök heppni að engir sjúklingar, sem þurftu á lífsbjargandi aðgerðum að halda, hafi komið inn á þessum tíma. Biðlistarnir lengist sífellt og á þeim sé fólk sem geti beinlínis verið í lífshættu vegna biðarinnar.

Hann segir að á þeim 16 árum sem eru liðin síðan hann sneri heim að loknu námi og störfum erlendis hafi ástandið aldrei verið eins slæmt og núna. Með tilkomu Covid hafi ástandið versnað mikið og nú sé að sjá sem vandinn sé orðinn viðvarandi en ekki tímabundinn.

Hann bendir á að gjörgæslupláss séu nú færri en fyrir 12 árum og það sama eigi við um legurými. „Allir hljóta að sjá að bæta þarf úr þessu ófremdarástandi strax, ekki í næsta mánuði eða eftir áramót,“ segir Tómas og bætir við að lausnin á bráðavanda spítalans sé aðallega að bæta launakjör hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.

Í niðurlagi greinarinnar gagnrýnir hann síðan þá ráðherra og þingmenn sem hafa haft uppi kröfur um að sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldursins verði hætt: „Það ríkir óásættanleg kyrrstaða í málefnum Landspítala. Stofnunin er eins og rekald sem enginn virðist ætla að koma til hafnar. Einhver verður að þora að stíga fram og leysa netið úr skrúfunni. Það eykur síðan á þessa kyrrstöðu að ríkisstjórnarviðræður eru í hægagangi, kosningar í Norðvesturkjördæmi í uppnámi, óljóst hver verður næsti heilbrigðisráðherra og forstjórinn hættur. Á sama tíma og þessi alvarlega staða er uppi, þá hrópa stöku ráðherrar og alþingismenn á torgum hversu brýnt það sé að afnema allar takmarkanir – sem fyrir okkur sem stöndum vaktina á gólfinu á Landspítala er eins og að sparka í liggjandi mann, mann sem er blæðandi.“

Hér er hægt að lesa grein Tómasar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð