fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Eyjan

Segir „gerendameðvirknina“ með Sólveigu Önnu og Viðari svakalega – „Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það?“

Eyjan
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem starfar innan verkalýðshreyfingarinnar furðar sig á þeirri meðvirkni sem samfélagið hefur sýnt fráfarandi formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttir og fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðari Þorsteinssyni, undanfarið. Erfitt sé að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði sem hafi rekið jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og þau hafi gert síðan þau ákváðu að segja störfum sínum lausum.

Gunnar Karl Ólafsson, er starfsmaður hjá Bárunni stéttarfélagi, og ritaði í dag grein sem birtist hjá Vísi þar sem hann sakar Sólveigu Önnu og Viðar um sögufölsun og að skreyta sig með stolnum fjöðrum.

„Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim.“

Einhliða umfjöllun og sögufalsanir

Gunnar segist ekki hafa getið setið á sér og fundið sig knúinn til að koma starfsfólki Eflingar til varnar.

„Gerendameðvirkni hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið. Sem þolandi ofbeldis hefur það hugtak og hvað margir taka þátt í því farið í taugarnar á mér, en gerendameðvirkni með fráfarandi stjórnendum Eflingar er svakaleg. Einhliða umfjöllun og sögu falsanir hafa fengið að koma í dagsljósið án mótmæla og get ég ekki setið á mér. Einfaldlega vegna starfsfólks Eflingar, starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar allrar, stjórnum verkalýðshreyfingarinnar, kjarabaráttu launafólks, störfum trúnaðarmanna og sannleiksgildi þeirrar baráttu sem hefur verið háð innan hreyfingarinnar síðustu ár.“

Skreytir sig með rósum annarra

Gunnar segir að Sólveig Anna tali líkt og lífskjarasamningarnir séu frá henni komnir, en vinna við þá samninga hafi verið hafin áður en hún kom að þeim.

„Fráfarandi formaður Eflingar skreytir sig einnig með rósum annarra. Vinna við lífskjara samninganna var löngu byrjuð áður en hún kom að þeim. Kjarasamningar 2015 eru einnig umdeilanlega hlutfallslega betri en lífskjara samningurinn.“

Sólveig Anna hafi sagt í Silfrinu á sunnudag að íslenska verkalýðshreyfingin væri „sjálf nærandi peningamaskína, peningarnir bara streyma streyma streyma.“ Gunnar spyr sig hvort Sólveig sem hafi verið formaður Eflingar til þriggja ára viti ekki í hvað peningar Eflingar fari í til viðbótar við kjarasamningagerð.

„Menntastyrkir, heilsu og forvarna styrkir, sjúkradagpeningar, VIRK, lögfræðiþjónustan, Bjarg, Vinnustaðaeftirlitið, rannsóknir og kannanir og svo mætti lengi telja. Kröftugt fólk stendur á bakvið öll þessi verkefni.“

Laun og kex í skúffum

Gunnar segir framgöngu Sólveigar og Viðars gegn starfsfólki sínu einsdæmi á íslenskum vinnumarkaði.

„Það er erfitt að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði búið að reka jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og fráfarandi stjórnendur Eflingar hafa gert. Eiga laun og kex í skúffum að kaupa vinnufrið fólks undir ógnarstjórnun. Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það? Í öðru lagi hvað er verið að reyna að gera með að draga þetta fram? Jú til að rýra trúverðugleika starfsfólks síns sem hefur lítinn sem engan málsvara annan en sína trúnaðarmenn og við sáum öll hvernig það fór.“

Sólveig Anna og Viðar hafi ekki verið þau einu sem „rifu upp hreyfinguna“, verkalýðshreyfingin sé meira en einn formaður í einu félagi.

Gunnar rekur svo fjölmörg verkefni sem hann sinnir í sínu starfi sem starfsmaður verkalýðshreyfingar, og segir ummæli Sólveigar um „sjálfnærandi peningamaskínur“ óvirðingu við alla sem starfa innan verkalýðshreyfingarinnar.

„Þetta er í aðalatriðum það sem ég geri frá degi til dags og er ég bara „starfsmaður á plani”, þannig að setja það fram að við (verkalýðshreyfingin) séum „sjálfnærandi peningamaskína” er alger óvirðing við alla þá sem starfa þar sem og því starfi sem fer fram frá degi til dags og er í raun ekkert annað en vanþekking.

Sögufalsanir, persónudýrkun og gerendameðvirkni má ekki að standa án mótmæla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“