fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Segir að franski innviðasjóðurinn verði betri eigandi að Mílu en Síminn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 17:30

Mynd: Facebook-síða Símans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Vífill Júlíusson, blaðamaður á Markaðnum, segir að franski innviðasjóðurinn Ardian, sem er að kaupa fjarskiptafélagið Mílu af Símanum, sé heppilegri eigandi að Mílu heldur en Síminn. Kaupin hafa vakið ugg í brjósti margra því með þeim komist hluti af fjarskiptainnviðum landsins í hendur útlendinga. Helgi segir í grein í Markaðnum:

„Míla verður öflugra fjarskiptafélag sem getur þjónustað viðskiptavini betur eftir kaup fransks innviðasjóðs á fyrirtækinu, ef áætlanir stjórnenda um auknar fjárfestingar ná fram að ganga. Þess vegna veldur það vonbrigðum að um 42 prósent landsmanna hafi fremur eða mjög miklar áhyggjur af sölunni í ljósi erlends eignarhalds, samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Því miður er ótti við alþjóðavæðingu þekkt stef á alþjóðavísu um þessar mundir.“

Helgi telur að áhyggjur af hækkandi verði þjónustunnar í kjölfar sölunnar séu ástæðulausar. Mílu sé þröngur stakkur sniðinn í verðlagningu og auk þess séu 85% af heimilum landsins með ljósleiðaraþræði frá öðrum fyrirtækjum:

„Formaður VR er á meðal efasemdarmanna sem óttast að verð til neytenda muni hækka eftir kaup Ardians, að því er fram kom í fjölmiðlum í gær. Mílu er sniðinn þröngur stakkur í verðlagningu. Fjarskiptastofa stýrir með kvöðum og gjaldskrám um það bil tveimur þriðju af tekjum Mílu. Auk þess eru 85 prósent af heimilum landsins með ljósleiðaraþræði frá öðrum fyrirtækjum en Mílu og þrjú farsímakerfi eru í landinu. Löggjafinn hefur því mikið um verðlagningu Mílu að segja og það ríkir samkeppni um innviði hér á landi. Míla getur því ekki blásið upp verðskrána eftir hentisemi, þvert á það sem ýmsir láta hafa eftir sér opinberlega.“

Þá sé einnig heppilegt og feli í sér tækifæri til hagræðingar að þrjú stærstu fjarskiptafélög landsins fjárfesti ekki hvert fyrir sig í dýrum innviðum heldur nýti sér aðstoð frá Mílu. „Landið er fámennt og það er óhagkvæmt að reka of mörg fjarskiptakerfi,“ segir hann.

Helgi segir að í eignarhaldi Ardian á Mílu felist mikil tækifæri til aukinnar hagkvæmni og tækifærin séu meiri en ógnirnar:

„Ardian, stór alþjóðlegur innviðasjóður, er því að mörgu leyti betri eigandi að Mílu en Síminn. Nú hefur Míla auk þess meiri möguleika á að fá í viðskipti önnur fjarskiptafyrirtæki eins og Vodafone og Nova, og ná með því aukinni hagkvæmni. Það felast því fleiri tækifæri í kaupunum fyrir okkur sem þjóð en ógnir. Alþjóðavæðing er forsenda fyrir auknum lífsgæðum. Við sem lítil eyþjóð ættum að leitast við að auka erlenda fjárfestingu en ekki að hræðast hana.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Í gær

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni