fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Gróðureldar og alþjóðlegur þrýstingur geta ýtt undir aðgerðir Rússa í loftslagsmálum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru stór aðili á heimsmarkaði þegar kemur að útflutningi á olíu og gasi en hafa ekki verið mjög áhugasamir um aðgerðir í loftslagsmálum fram að þessu. En gróðureldar og alþjóðlegur þrýstingur geta breytt þessu.

Lengi vel voru Rússar, aðallega stjórnvöld, þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingarnar væru aðallega vandamál annarra og að Rússar væru með allt sitt á hreinu. En á síðustu mánuðum hefur opinber afstaða stjórnvalda breyst töluvert.

Á orkumálaráðstefnu í Moskvu í október sagði Vladímír Pútín, forseti, að Rússar muni leitast við að verða kolefnishlutlausir. Hann sagði að því markmiði eigi að ná í síðasta lagi 2060 en með þessu telja margir að Pútín hafi opnað á virkari þátttöku Rússa í alþjóðasamstarfi um loftslagsmál. Aðrir hafa efasemdir um hversu mikil alvara búi að baki þessum orðum forsetans.

En bjartsýnisfólk bendir á að tilkynning Pútín komi á sama tíma og ríkisstjórnin sé að endurskrifa og uppfæra áætlun sína um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

En rússneskur efnahagur byggist að miklum hlut á olíu og því verða breytingar ekki átakalausar. John McCain, bandarískur þingmaður, sagði eitt sinn að Rússland væri í raun ekkert annað en bensínstöð í gervi lands. Hann hitti kannski naglann á höfuðið með þessum ummælum því olían hefur verið hornsteinn rússneska hagkerfisins áratugum saman. Um helmingur tekna ríkissjóðs kemur af sköttum og gjöldum á olíu- og gasiðnaðinn og ef klippt verður snögglega á þetta myndi það hafa hörmulegar afleiðingar fyrir ríkissjóð.

En vitundarvakning virðist vera að eiga sér stað í landinu, ekki síst vegna sífjölgandi náttúruhamfara í landinu sjálfu, allt frá flóðum í suðurhluta þess til gríðarlegra gróður- og skógarelda og losunar á metangasi í Síberíu. Þá hafa Rússar áhyggjur af fyrirætlunum ESB  um að leggja sérstakan loftslagsskatt á innflutning frá ríkjum utan sambandsins og þeir hafa einnig áhyggjur af að Asíuríki feti í fótspor ESB hvað þetta varðar. Það myndi valda þeim miklum vanda við útflutning á olíu og gasi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK