fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Segir þetta vera „óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar“ – Ríkið borgar rúmlega 100 milljarða fyrir jarðir metnar á 7 milljarða

Eyjan
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, segir að sannarlega megi kalla kirkjujarðasamkomulagið svonefnda óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Þegar uppi verður staðið mun ríkið hafa greitt rúma 100 milljarða vegna samninganna en fá lítið sem ekkert til baka. Hann skrifar um þetta í pistli á Vísi þar sem hann fer yfir þessa athyglisverðu samningagerð ríkisins.

Siggeir bendir á að fyrir tveimur árum hafi hann fyrst skrifað um kirkjujarðasamkomulagið, en á þeim tíma hafi mikil leynd hvílt yfir samkomulaginu. Hann hafi í kjölfar greinarinnar verið sakaður um lygar og því jafnvel haldið fram að virði kirkjujarðanna væri gífurlegt. „Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna skv. vefsíðu Þjóðskrár.“

Heildarvirði sjö milljarðar

Siggeir rifjar upp að það hafi margir þingmenn reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir í gegnum tíðina en nýlega hafi þó óvænt dregið til tíðinda þegar Fjármálaráðuneytið lét Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um jarðirnar og virði þeirra.

„Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem eru enn í eigu ríkisins eru tæpir 2,8 milljarðar króna. Þá hafa ófáar jarðir verið seldar en uppreiknað söluverð er um 4,2 milljarðar króna. Heildarvirði jarðanna sem standa undir kirkjujarðasamkomulaginu er sem sagt sjö milljarðar.“

Þarf engan stærðfræðisnilling

Árlega greiði þó ríkið til kirkjunnar gífurlegar fjárhæðir vegna samkomulagsins áðurnefnda, en greiðslur á þessu ári verða tæpir fjórir milljarðar.

„Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær.“

100 milljarðar fyrir 7 milljarða

Siggeir segir að nú þegar hafi ríkið greitt um 60 milljarða fyrir þessar jarðir og sé skuldbundið til að greiða annað eins næstu 13 árin.

„Samningarnir munu að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann.“ 

Þar vísar Siggeir til afgreiðslu Alþingis á viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar árið 2019 þar sem kirkjujarðasamkomulagið var í reynd framlengt um 15 ár, þó með nokkrum veigamiklum breytingum.

Fjárhagslegur aðskilnaður og endurgjald fyrir jarðir

Kirkjujarðasamkomulagið gengur út á að ríkið greiði laun presta og starfsmanna Þjóðkirkjunnar auk hluta rekstrarkostnaðar í skiptum fyrir að eignast jarðir kirkjunnar og aðrar eignir sem þeim fylgja, að prestsetrum frátöldum. Samkomulagið var fyrst undirritað árið 1997 og átti í því að felast fullnaðaruppgjör vegna þeirra kirkjujarða sem íslenska ríkið tók við umsýslu á rétt eftir aldamótin 1900 en ríkið hafði frá þeim tíma farið með jarðirnar sem hefðbundnar ríkisjarðir. Við gerð samkomulagsins 1997, þegar umræður voru hafðar um fjárhagslegan aðskilnað ríkis og kirkju fór kirkjan fram á uppgjör eða afhendingu á öllum jörðunum og úr varð þetta  umdeilda samkomulag.

Í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís árið 2018 um kirkjujarðasamkomulagið kom fram að engin sjálfstæð rannsókn eða verðmat hafi gerið gerð af hálfu ríkisins til að verðmeta jarðirnar sem ríkið á að eignast með samkomulaginu. Þar kom einnig fram að samkomulagið hafi verið gert í kjölfar réttarfarslegrar óvissu um hver væri eigandi jarðanna.

Viðbótarsamningur var samþykktur á kirkjuþingi árið 2019 og gildir í reynd ótímabundið en skal endurskoðaður að 13 árum liðnum og sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra á þeim tíma að með viðbótarsamningi væri verið að stefna í átt að fullum aðskilnaði ríkis og þjóðkirkju. Greiðslurnar hætti að miða við fjölda starfsmanna kirkjunnar heldur verði fastar greiðslur sem taki breytingum í takt við almennar launa- og verðlagsforsendur.  Stöðugildum hjá Þjóðkirkjunni hafði fjölgað nokkuð frá því að samningurinn var fyrst gerður en nýlega bárust frengir þess efnis að samkvæmt breyttum skilmálum samningsins verði stöðugildum fækkað eitthvað aftur.

Breytingar sem fólust í viðbótarsamning voru meðal annars þær að kirkjan sér nú sjálf um launavinnslu, bókhald og launagreiðslur og prestar hættu að vera embættismenn.

Björn Leví greindi frá því um miðjan september að hafa loks fengið að sjá gögn um kirkjujarðirnar.

Semsagt, heildarvirði kirkjueignanna í dag – þeirra eigna sem liggja undir kirkjujarðasamkomulaginu sem kostar okkur 4 milljarða á ári eru 7 milljarðar króna. Semsagt, eingreiðsla upp á 7 milljarða væri nóg til þess að kaupa allar kirkjujarðirnar miðað við þetta skjal sem ég fékk frá fjármálaráðuneytinu. Samt borgum við 4 milljarða á ári … að eilífu … amen

Það er vissulega áhugavert að velta því upp hvort um óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar sé að ræða, líkt og Siggeir heldur fram. En svo má líta á glasið hálffullt og líta á þetta sem hagstæðustu samninga Íslandssögunnar, hvað kirkjuna varðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar