fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Eyjan

Stoltenberg segir Kínverja raska valdajafnvæginu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 15:15

Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í gær að aðvörunarljós blikki þessa stundina vegna framferðis Kínverja og Rússa. Hann sagði að það hafi ekki farið framhjá NATO að Kínverjar séu að efla her sinn til muna þessi misserin.

Hann sagði að valdajafnvægið í heiminum væri að breytast, ekki síst vegna þess hversu mikið Kínverjar séu að styrkja sig á hernaðarsviðinu. „Við sjáum þá í Afríku, á norðurheimskautasvæðinu, og við sjáum Kína reyna að ná stjórn á mikilvægum innviðum í Evrópu,“ sagði hann á fréttamannafundi í danska utanríkisráðuneytinu i gær.

Hann sagði að ógnirnar, sem steðja að Vesturlöndum, fari vaxandi. Einræðisstjórnir eflist í sífellu og láti meira að sér kveða.

Hann sagði að ógnirnar séu meðal annars í netheimum og að Kínverjar hafi sett mikið fé í þróun nýrra vopna.

Hann sagði samstarfið við Rússa einnig vera erfitt því landið sé sífellt að troða á nágrannaríkjum sínum og að samband NATO við Rússa hafi ekki verið eins slæmt og það er nú frá lokum kalda stríðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist: „Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu“

Diljá Mist: „Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“