fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Hildur spyr um næturklúbb í olíutanki úti á Granda og sundlaug í Landsbankahúsinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 10:05

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, rekur nú herferðina „Geyma eða gleyma?“ á vefsíðu sinni um þessar mundir. Gefur Hildur þar áhugasömum tækifæri á að kjósa á milli hinna ýmsu hugmynda, sumar gamlar og aðrar nýjar og ferskar. Herferðin fór af stað í lok október og uppfærast spurningarnar á nokkurra daga fresti.

Á meðal hugmynda sem Hildur hefur spurt um fram að þessu er heilsuefling eldri borgara, að byggja upp menningarstarfsemi úti í Viðey, að byggja upp íbúðabyggð á Granda þar sem þegar er mikið verslunar, og veitingastarfsemi rekin, að koma grunnskólakerfi Reykjavíkur í hóp 10 bestu í heimi, að breyta gamla Landsbankahúsinu í innanhússundlaug, daggæslu á stórum vinnustöðum og að reisa styttu af Hallveigu Fróðadóttur, fyrstu landnámskonunni á Arnarhóli.

Þá spurði Hildur jafnframt nýlega um hvort hleypa ætti lífi í olíutankana úti í Örfirisey, og þá jafnvel með því að opna þar næturklúbb.

Hægt er að kjósa á milli þess að „geyma“ eða „gleyma“ hugmyndunum sem Hildur leggur fram inni á heimasíðu hennar, www.hildurbjornsdottir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum