Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ragnari að tíminn muni leiða í ljós hver áhrif afsagna Sólveigar og Viðars á verkalýðsbaráttuna verða í framtíðinni. Hann sagðist fyrst og fremst einbeita sér að VR og félagsmönnum þess en ómögulegt sé að sjá hver áhrif afsagnanna verði á heildarsamninga. „Þetta eru stórfréttir,“ sagði hann.
Sólveig Anna og Ragnar Þór hafa staðið þétt saman í baráttunni fyrir kjörum launþega.
Aðspurður sagði Ragnar Þór erfitt að gera sér grein fyrir hvaða þýðingu það hafi að missa Sólveigu Önnu og Viðar úr fremstu línu verkalýðsbaráttunnar.
Hann sagðist ekki hafa rætt við þau og hafi ekki heyrt af málinu fyrr en Sólveig birti yfirlýsingu sína á Facebook í fyrradag.