fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Ragnar Þór segir erfitt að segja hvaða áhrif afsögn Sólveigar komi til með að hafa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 09:00

Sólveig Anna og Viðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir erfitt að segja til um hvaða áhrif afsagnir Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrum formanns Eflingar, og Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, muni hafa á verkalýðsbaráttuna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ragnari að tíminn muni leiða í ljós hver áhrif afsagna Sólveigar og Viðars á verkalýðsbaráttuna verða í framtíðinni. Hann sagðist fyrst og fremst einbeita sér að VR og félagsmönnum þess en ómögulegt sé að sjá hver áhrif afsagnanna verði á heildarsamninga. „Þetta eru stórfréttir,“ sagði hann.

Sólveig Anna og Ragnar Þór hafa staðið þétt saman í baráttunni fyrir kjörum launþega.

Aðspurður sagði Ragnar Þór erfitt að gera sér grein fyrir hvaða þýðingu það hafi að missa Sólveigu Önnu og Viðar úr fremstu línu verkalýðsbaráttunnar.

Hann sagðist ekki hafa rætt við þau og hafi ekki heyrt af málinu fyrr en Sólveig birti yfirlýsingu sína á Facebook í fyrradag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?