fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Ragnar Þór segir erfitt að segja hvaða áhrif afsögn Sólveigar komi til með að hafa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 09:00

Sólveig Anna og Viðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir erfitt að segja til um hvaða áhrif afsagnir Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrum formanns Eflingar, og Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, muni hafa á verkalýðsbaráttuna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ragnari að tíminn muni leiða í ljós hver áhrif afsagna Sólveigar og Viðars á verkalýðsbaráttuna verða í framtíðinni. Hann sagðist fyrst og fremst einbeita sér að VR og félagsmönnum þess en ómögulegt sé að sjá hver áhrif afsagnanna verði á heildarsamninga. „Þetta eru stórfréttir,“ sagði hann.

Sólveig Anna og Ragnar Þór hafa staðið þétt saman í baráttunni fyrir kjörum launþega.

Aðspurður sagði Ragnar Þór erfitt að gera sér grein fyrir hvaða þýðingu það hafi að missa Sólveigu Önnu og Viðar úr fremstu línu verkalýðsbaráttunnar.

Hann sagðist ekki hafa rætt við þau og hafi ekki heyrt af málinu fyrr en Sólveig birti yfirlýsingu sína á Facebook í fyrradag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna