Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Birgi að í dag og hugsanlega á morgun verði lokið við að fara yfir hvað vanti af upplýsingum. Einnig sé verið að ræða lögfræðileg atriði er varða málsmeðferð nefndarinnar.
Hann sagði að í framhaldinu vonist hann til að hægt verði að fara að ræða þau atriði sem nefndin þarf að leggja mat á og þá eftir atvikum byrja að undirbúa einhverja niðurstöðu. Hann sagði að það geti tekið nefndina nokkurn tíma að fara yfir þessu matskenndu álitamál, erfitt sé að segja hversu langur tími sé eftir í vinnu nefndarinnar.