fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Telja að spá um endurreisn farþegaflugs rætist ekki vegna strangra aðgerða á landamærunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 08:00

Farþegar á Keflavíkurflugvelli Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði Isavia og Icelandair telja hættu á að spár um endurreisn farþegaflugs muni ekki rætast hér á landi vegna strangra aðgerða á landamærunum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt nýrri spá IATA, Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sé gert ráð fyrir að farþegaflug innan Evrópu aukist um 75% og á milli Evrópu og Norður-Ameríku um 65% miðað við tölur ársins 2019.

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Keflavíkurflugvöll, fyrir Icelandair, fyrir Play og íslenskan efnahag allan, að við stöndum okkur jafn vel í endurreisninni og áfangastaðir í kring um okkur,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia. Hann sagði einnig að ef sami ávinningur eigi að nást hér á landi og í öðrum Evrópuríkjum verði aðgerðir á landamærunum hér á landi að vera sambærilegar og þar. Skimanir á landamærunum vega mest að hans sögn. „Ef löndin í kring um okkur verða með mun léttari aðgerðir getum við ekki ætlast til þess að ná sama árangri. Við höfum alveg séð það skýrt að harðar aðgerðir á landamærum hafa áhrif á ferðavilja og á orðspor Íslands sem áfangastaðar,“ sagði hann.

Hann sagði að í lok sumars hafi stefnt í að 19 flugfélög myndu fljúga hingað til lands en þau séu nú komin niður í 15. „Flugfélög hafa verið að segja við okkur að þau séu að hugsa um að hætta að fljúga til Íslands vegna þess að það sé minni ferðavilji og þau hafa fullyrt við okkur að það sé út af aðgerðum á landamærum,“ sagði hann.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði ljóst að aukið flækjustig hafi neikvæð áhrif. Ísland skeri sig úr miðað við önnur Evrópuríki þegar kemur að þessum þáttum og það hafi áhrif á eftirspurnina. Hann sagði að samræmi og fyrirsjáanleiki í aðgerðum á milli landa skipti miklu máli. „Það er ágætis eftirspurn eftir ferðum hingað núna en ef það verður þannig fram á næsta ár að það verði flóknara og dýrara að koma hingað en annað, þá hefur það áhrif á samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla