Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Kærufrestur er almennt fjórar vikur frá því að kosið er og því geta kærur enn átt eftir að berast. Nú þegar hefur Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, lagt fram kæru vegna endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Hann fer fram á að uppkosning fari fram í kjördæminu en hann náði ekki kjöri.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Samfylkingu, og Guðmundur Gunnarsson, Viðreisn, hafa látið útbúa kæru sem verður væntanlega lögð fram í dag en þau náðu ekki inn á þing eftir endurtalningu.
Morgunblaðið hefur eftir Birgi Ármannssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem situr í undirbúningsnefndinni að þótt lög heimili uppkosningu þá sé það ýtrasta úrræðið. Fyrst þurfi að skoða alla aðra möguleika ofan í kjölinn. Nefndin verið að komast að lögfræðilega réttri niðurstöðu.
Hann hefur áður setið í kjörbréfanefnd en segir augljóst að starf hennar verði viðameira að þessu sinni en venjulega.