Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við ferð stórrar sendinefndar Íslands á loftslagsráðstefnuna í Glasgow, COP-26, sem hefst á sunnudaginn.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag eru um 50 manns í íslensku sendinefndinni, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðmundur Guðbrandsson umhverfisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Meðal annarra í nefndinni eru Árni Finnsson, frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, og Tinna Halldórsódttir, formaður ungra umhverfissinna.
Sigríður spyr hvort hægt sé að finna einhvern í íslensku sendinefndinni sem ekki hafi predikað yfir fólki að ferðast minna vegna hamfarahlýnunar og Covid-19. Hún ritar eftirfarandi pistli á Facebook:
„Er einhver 50 fulltrúa Íslands sem er á leið á loftslagsráðstefnuna sem hefur ekki:
Og nú er Ísland orðið ,,rautt“ (þeirra eigin orð). Ætla ráðherrar og aðrir opinberir starfsmenn virkilega að fara yfir landamærin og hætta á að bera veiruna til útlanda og í fólk frá ,,grænum“ löndum?“