fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Sigríður gerir athugasemdir við 50 manna sendinefnd á loftslagsráðstefnuna – Þetta sé fólkið sem hafi sagt okkur að ferðast ekki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. október 2021 21:15

Sigríður Á. Andersen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við ferð stórrar sendinefndar Íslands á loftslagsráðstefnuna í Glasgow, COP-26, sem hefst á sunnudaginn.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag eru um 50 manns í íslensku sendinefndinni, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðmundur Guðbrandsson umhverfisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Meðal annarra í nefndinni eru Árni Finnsson, frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, og Tinna Halldórsódttir, formaður ungra umhverfissinna.

Sigríður spyr hvort hægt sé að finna einhvern í íslensku sendinefndinni sem ekki hafi predikað yfir fólki að ferðast minna vegna hamfarahlýnunar og Covid-19. Hún ritar eftirfarandi pistli á Facebook:

„Er einhver 50 fulltrúa Íslands sem er á leið á loftslagsráðstefnuna sem hefur ekki:

  1. a) sagt okkur hinum að ferðast minna vegna „hamfarahlýnunar“?
  2. b) skipað okkur hinum að vera heima vegna þess að smitum sé að fjölga og „við séum öll almannavarnir“?

Og nú er Ísland orðið ,,rautt“ (þeirra eigin orð). Ætla ráðherrar og aðrir opinberir starfsmenn virkilega að fara yfir landamærin og hætta á að bera veiruna til útlanda og í fólk frá ,,grænum“ löndum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum