fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Eyjan

Átak hjá Landsrétti þýðir álag á lögmenn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Landsrétti stendur yfir átak í að vinna upp málahalla sem hefur safnast upp hjá réttinum. Þetta þýðir mikið álag á þá lögmenn sem eru með mál í áfrýjun hjá réttinum. Tafir á málsmeðferð geta haft í för með sér að refsing í sakamálum sé mildari en ella.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélagsins, að honum sýnist vera þokkalegur gangur hjá Landsrétti hvað varðar afgreiðslu þessara mála en því fylgi að vonum aukið álag á lögmenn. „Við höfum séð það að undanförnu að boðunarfrestur aðalmeðferða er orðinn mjög skammur. Það veldur vandkvæðum hjá okkur því við ráðum ekki tímasetningum á dagsetningum aðalmeðferða heldur verðum við að skipuleggja okkur í kringum þær,“ sagði hann.

Fréttablaðið hefur eftir lögmönnum að þeir fái um þriggja vikna fyrirvara fyrir aðalmeðferð máls og dæmi séu um lögmenn sem flytji fimm eða fleiri mál í réttinum á einum mánuði.

Mál byrjuðu að safnast upp hjá Landsrétti skömmu eftir að hann var settur á laggirnar en þá vantaði dómara eftir að þrír af dómurunum fimmtán fóru í leyfi vegna Landsréttarmálsins. Þá hafa aðgerðir vegna heimsfaraldursins einnig tafið málsmeðferð.

Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, tók undir með Sigurði um álagið en sagði réttinn halda í við þau mál sem koma inn á borð til hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?