fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Sakar Kínverja um afskipti af kosningum í Danmörku – „Hið svokallaða tjáningarfrelsi“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 06:59

Thomas Rohden við eitt af umræddum auglýsingaspjöldum. Mynd:Facebook/Thomas Rhoden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn kærði Thomas Rohden, frambjóðandi Radikale Venstre til Regionrådet Hovedstaden (svæðisstjórn höfuðborgarsvæðisins sem er stjórnsýslueining sem fer með ýmis opinber mál)  kínverska sendiráðið í Kaupmannahöfn til lögreglunnar fyrir að hafa fjarlægt kosningaauglýsingar hans sem hann hafði komið upp fyrir framan sendiráðið. Það sem fer svo fyrir brjóstið á Kínverjum er að á skiltunum segir: „Stöðvum samvinnuna með Kína“ og mynd af tíbeska fánanum fylgir með.

Rohden setti tíu slíkar auglýsingar upp nærri sendiráðinu á sunnudaginn en á mánudaginn voru þær horfnar.

Rohden er sannfærður um að starfsmenn sendiráðsins hafi tekið auglýsingaskiltin niður og kærði því sendiráðið til lögreglunnar. Sveitastjórnarkosningar fara fram í Danmörku í næsta mánuði og um leið verður kosið í svæðisstjórnirnar 5 og er Rohden í framboði til þeirrar einingar sem fer með málefni höfuðborgarsvæðisins. Í Danmörku er löng hefð fyrir því að frambjóðendur hengja upp auglýsingar, með myndum af sjálfum sér, á ljósastaura og skilti í bæjum og borgum í þeirri von að ná til kjósenda.

Hann mætti fyrir framan kínverska sendiráðið í gær og setti nýjar kosningaauglýsingar upp. „Það er ekki kínverska sendiráðið sem ákveður hvaða kosningaauglýsingar hanga uppi í Danmörku,“ sagði hann í samtali við Ekstra Bladet þegar hann var að hengja nýjar auglýsingar upp. Hann er formaður Dansk Kina-kritisk selskab sem eru samtök sem eru gagnrýnin á Kínverja og framferði kommúnistastjórnarinnar.

Margir stjórnmálamenn hafa tjáð sig um málið og hafa sumir sagt að þetta sé óþolandi íhlutun Kínverja í dönsk stjórnmál og þar með innanríkismál.

Eftir að fjölmiðilinn Den Uafhængige sýndi upptökur í gær frá því þegar vaktmaður á vegum kínverska sendiráðsins fjarlægði kosningaauglýsingar fyrir framan sendiráðið krafðist Michael Aastrup Jensen, talsmaður Venstre í utanríkismálum, þess að Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, kalli kínverska sendiherrann á teppið og fræði hann um gang lýðræðisins í Danmörku.

Kofod hefur ekki enn gert það en í gær sagði hann að málið væri „mjög slæmt“. Hann sagði Ekstra Bladet að hann vilji bíða niðurstöðu lögreglurannsóknar áður en hann stígur næstu skref í málinu.

Talsmenn sendiráðsins svöruðu ekki spurningum Ekstra Bladet um málið en sendu tölvupóst þar sem þeir fordæmdu að skilti, með fána Tíbet, væru hengd upp. „Við erum mjög hneyksluð á þessari meðvituðu ögrun. Við höfum aldrei afskipti af kosningum í öðrum löndum en um leið erum við algjörlega á móti öllum tilraunum til afskipta af innri málefnum Kína og tilraunum til að grafa undan fullveldi landsins undir yfirskini kosningabaráttu eða hins svokallaða tjáningarfrelsis,“ segir í tölvupóstinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni