fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

„Ólympíuleikum jarðhitans“ lokið í Hörpu – Áratugur jarðhitans runninn upp

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. október 2021 17:31

Hildigunnur Thorsteinsson og Bjarni Pálsson, sem fóru fyrir íslensku undirbúningsnefndinni, afhenda kínversku sendinefndinni leiðtogahlutverkið fyrir næstu ráðstefnu með táknrænum hætti en listaverkið Sólfarið þykir fela í sér von og birtu.  Mynd/Tom Urban. Georg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsþingi Alþjóða jarðhitasambandsins, sem staðið hefur yfir í Hörpu frá því á sunnudag, lauk í dag. Lokayfirlýsingu ráðstefnunnar, svokallaða Reykjavíkuryfirlýsingu, kynnti Marit Brommer, framkvæmdastjóri Alþjóða jarðhitasambandsins.

Í Reykjavíkuryfirlýsingunni eru settar fram meginreglur og tilmæli til alþjóðlega jarðhitageirans, um að efla sinn hlut í orkuskiptunum sem verðmætaskapandi, hreinn og hagkvæmur orkugjafi sem þjónar öllu samfélaginu og loftslaginu.

Settar voru fram eftirfarandi meginreglur, tilteknar sem úrslitaatriði fyrir sjálfbæran vöxt jarðvarmaverkefna um allan heim á komandi jarðhitaáratug.

Reykjavíkuryfirlýsingin miðar að því að styrkja grunninn að sjálfbærum vexti jarðvarmalausna með því að mynda sameiginlega framtíðarsýn fyrir jarðhitageirann og breiðan hóp hagsmunaaðila á heimsvísu.

Heimsþingið hefur jafnan verið haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans.“ Næsta þing verður haldið í Kína 2023 en mikil framþróun hefur verið í nýtingu jarðhita þar í landi á undanförnum árum.

Dr. Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins í Reykjavík, og Hildigunnur Thorsteinsson, varaformaður nefndarinnar, afhentu Fang Hua, fulltrúa kínversku sendinefndarinnar á ráðstefnunni formlegt hlutverk gestgjafans með því að rétta honum afsteypu af listaverkinu Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason. Verkinu hefur verið lýst með eftirfarandi hætti: „Sólfarið er óður til sólarinnar og felur í sér fyrirheit um ónumið land, leit, framþróun og frelsi. Það er draumbátur sem felur í sér von og birtu.“ Þau skilaboð sagði Bjarni viðeigandi fyrir grein sem vinnur að framþróun jarðhitavinnslu með ábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi.

Auk þess afhenti Andrea Blair, forseti Alþjóða jarðhitasambandsins, þeim fagurlega útskorna ár frá Nýja Sjálands, sem líkt og Sólfarið minnir á leið á góðan áfangastað.

Um tvö þúsund gestir voru skráðir á þingið og var rúmur helmingur þeirra viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegn um fjarfundabúnað. Á ráðstefnunni var auk Reykavíkuryfirlýsingarinnar tilkynnt að Alþjóðasamtök jarðhitavinnslu og vatnsaflsvinnslu ætli framvegis að vinna saman að því að tryggja sjálfbærni endurnýjanlegrar orkuvinnslu.

Tilkynningin var hluti af afhendingu íslenskra stjórnvalda til Alþjóða jarðhitasamtakanna á matslykli um sjálfbæra jarðhitanýtingu (Geothermal Sustainability Assessment Protocol, GSAP) sem þróaður hefur verið hér á landi síðustu ár. Það voru þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, ásamt Dr. Guðna A. Jóhannessyni, fyrrverandi orkumálastjóra, sem afhentu Andreu Blair, forseta Alþjóða jarðhitasamtakana, og Marit Brommer, framkvæmdastjóra Alþjóða jarðhitasamtakana, matslykilinn með formlegum hætti við setningu Heimsþingsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum