fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Hildur hvött til að taka oddvitaslaginn – „Þú sprengir allt upp hér í lokin“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. október 2021 11:00

Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að allt stefni í opið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni fyrir borgar- og sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Þetta kemur fram í hlaðvarpi Þjóðmála en hlýða má á þáttinn hér að neðan. Friðjón víkur að þessu í lok þáttarins en einnig skeggræða hann, Andrés Jónsson almannatengill og Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóðmála, um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú standa yfir.

Eyþór Arnalds, núverandi oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hefur fengið á sig palladóma þess efnis að hann sé ekki nægilega sterkur leiðtogi. Hann hefur þó bent á að meirihlutinn í borginni hafi í raun verið felldur í síðustu kosningum en Viðreisn kaus að ganga til samstarfs við Samfylkinguna, Vinstri græn og Pírata. Margir Sjálfstæðismenn telja þó flokkinn fiska ekki nægilega vel á miðum kjósenda í borginni en í skoðanakönnun sem Gallup birti í mars á þessu ári fékk flokkurinn 25,2% eða 5,6% minna en í kosningunum 2018.

„Mér heyrist það að umræðan í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, að það verði prókjör – tímasetninguna veit ég ekki – og það verði bara venjulegt opið prófkjör, ekki leiðtogaprófkjör. Það verður mjög áhugavert,“ segir Friðjón og fer ekki leynt með hvern hann vill sjá sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins:

„Ég vona að Hildur Björnsdóttir taki slaginn um oddvitasætið. Ég mun styðja hana til þess og ætla að kjósa hana ef hún gefur kost á sér,“ segir Friðjón.

„Þú sprengir allt upp í loft upp hér í lokin,“ segir hlaðvarpsstjórinn Gísli þá og vekur athugasemdin hlátur.

Hildur kynnir nýjar hugmyndir

DV hafði samband við Hildi og spurði hvort hún stefndi á leiðtogasætið. Hún telur spurninguna ekki tímabæra þar sem ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort prófkjör verður haldið í borginni:

„Prófkjör hefur ekki formlega verið auglýst innan Sjálfstæðisflokksins svo það er ótímabært að ræða tiltekin sæti. Ég mun hins vegar gefa kost á mér til áframhaldandi setu í borgarstjórn og taka slaginn fyrir frjálst, réttlátt samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Fjölskylduvænni framfaraborg sem vinnur fyrir fólk.“

Þess má geta að Hildur hefur opnað nýja vefsíðu þar sem hún kynnir til leiks fjölbreyttar hugmyndir sínar um borgina. „Á næstu dögum mun ég kynna til leiks þrjátíu fjölbreyttar hugmyndir að betri, fjölskylduvænni og skemmtilegri höfuðborg. Þið fáið tækifæri til að segja ykkar skoðun – hvort hugmyndunum skuli gleyma eða þær geyma,“ segir hún í kynningu á síðunni á Facebook-síðu sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum