fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Af hverju eru svona margar skotárásir í Svíþjóð? – „Þorum ekki að ræða tengsl afbrota og innflytjenda“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var sænski rapparinn Einár skotinn til bana í Svíþjóð. Hann var 19 ára. Talið er að morðið tengist átökum glæpagengja. Á síðustu fimm árum hafa rúmlega 300 skotárásir verið gerðar í landinu að meðaltali á hverju ári. Flest málin tengjast átökum glæpagengja. En hvað veldur þessu?

Ekstra Bladet leitaði svara hjá David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi, um hvað veldur þessu.

Hann sagði að flestar skotárásirnar eigi sér stað á ákveðnum svæðum eða eigi rætur að rekja til þeirra. Aðallega sé um fátækari hverfi að ræða nærri stóru borgunum. Í þeim búi láglaunafólk og fólk af innflytjendaættum.

Hann sagði þetta snúast um átök glæpagengja og baráttu þeirra um yfirráð á fíkniefnamarkaðnum. Hann sagði það gera stöðuna mjög flókna og erfiða að ekki sé hægt að tengja þessi ofbeldisverk við átök einstakra glæpagengja, þetta séu átök þvers og kruss.

Hann sagði þrjú atriði aðallega valda því að staðan í Svíþjóð er orðin eins slæm eins og hún er nú. Í fyrsta lagi vindi ofbeldið sífellt upp á sig. Þegar eitt glæpagengi drepi meðlim annars sé þess hefnt. Á móti komi síðan önnur hefnd og úr verði slæm hringrás sem snúist ekki eingöngu um dráp heldur einnig vopnakaup í áður óþekktum mæli.

Í öðru lagi hafi yfirvöld gripið of seint inn í þessa þróun og í þriðja lagi hafi ekki verið lögð næg áhersla á forvarnir. Árum saman hafi lítil áhersla verið lögð á þann hluta félagslega kerfisins sem á að hjálpa fólki sem er á jaðri samfélagsins og hinna mismunandi þjóðfélagsstétta. Því sé samfélagið orðið samfélag þar sem mikill munur er á milli fólks og það geti myndað jarðveg fyrir glæpi.

Aðspurður um hvort þetta væri þá afleiðing þess að aðlögun innflytjenda að sænsku samfélagi hafi ekki gengið nægilega vel sagði hann augljóst að Svíar standi frammi fyrir ákveðnum áskorunum. Hlutfall innflytjenda í afbrotatölfræði sé mun hærra en það ætti að vera. Hvað varðar skotárásir og morð séu augljós tengsl við samfélag innflytjenda.

„Að við höfum ekki brugðist nægilega snemma við með aðgerðum og löggjöf á þessu sviði tel ég að sé merki um pólitískt hik og kannski merki um að við höfum ekki þorað að velta því upp hvernig á að ræða tengslin á milli innflytjenda og afbrota,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK