fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Stofna félag til að koma í veg fyrir skipulagsslys í Kópavogi – „Áformin eru stórkarlaleg og ómannvæn“

Eyjan
Mánudaginn 25. október 2021 14:30

Fólki líst misvel á breytingarhugmyndirnar og er því farið að uppnefna Hamraborgina Harmaborgina. MYND/SKIPULAGSKYNNING KOPAVOGUR.IS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur Kópavogsbúa hefur ákveðið að stofna félag til að „valdefla bæjarbúa í baráttu sinni við bæjaryfirvöld sem ekki hlusta og neita íbúum um fundi til að ræða málin“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Hópurinn segist leggja áherslu á að í Kópavogi verði skipulag byggðar unnið í samráði og samtali við bæjarbúa, og að horfið verði frá þeim „ljóta vana að hlusta fyrst og fremst á sjónarmið aðila sem hafa hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi.“

Hópurinn segir að það sé bæði nauðsynlegt sem og löngu tímabært að veita bæjaryfirvöldum í Kópavogi sem „hunsa réttmætar athugasemdir bæjarbúa, virkt og öflugt aðhald.“

Í tilkynningu segir einnig:

„Skipulagið á að mynda umgjörð um mannlíf, ekki bara núverandi kynslóða, heldur framtíðarkynslóða Kópavogsbúa. Við gerð skipulags ber bæjaryfirvöldum að hlusta á raddir bæjarbúa og taka tillit til vel rökstuddra ábendinga um skipulag þar sem gott mannlíf, hófleg þétting byggðar, opin svæði með birtu og skjóli auk öflugrar atvinnustarfsemi fara saman. 

Uppi eru stórtæk áform um breytingar á skipulagi í miðbæ Kópavogs sem og víðar á Kársnesi og Digranes. Áformin eru stórkarlaleg og ómannvæn. Samráð við Kópavogsbúa hafa verið algjörlega ófullnægjandi og jafnræðis ekki gætt. Bæjaryfirvöld láta þá sem hyggjast hagnast fjárhagslega að vinna beint að gerð skipulags, en sjónarmið íbúa eru fyrir borð borin.  

Koma verður í veg fyrir að í Kópavogi rísi byggð sem hefur óafturkræf neikvæð áhrif á mannlíf, bæði á miðbæjarsvæðinu sem annars staðar. Það er tímabært að veita bæjaryfirvöldum sem hunsa réttmætar athugasemdir bæjarbúa, virkt og öflugt aðhald.

Félagið Vinir Kópavogs hefur það hlutverk að veita bæjaryfirvöldum aðhald. Tugir íbúa í bænum hafa skráð sig sem stofnfélagar. Hægt er að skrá sig á stofnfundinum eða á heimasíðunniwww.vinirkopavogs.isÞar má einnig finna tillögu að stofnskrá.

Fimmtudaginn 28. október nk., kl. 17:00, er boðað til formlegs stofnfundar í safnaðarheimili Kópavogskirkju. FUNDURINN ER OPINN!“

Meðal þess sem verður á dagskrá fundarins verða reynslusögur úr Kópavogi meðal annars varðandi Fannborgarreitinn og Traðarreitin, Auðbrekkuna, Vatnsendahvarf og Sunnubraut.

Að fundinum standur meðal annara Tryggvi Felixson en hann hefur verið áberandi í umræðunni varðandi fyrirhugaðar breytingar á Hamraborginni og verið í forsvari fyrir Facebook-hópinn Vinir Hamraborgar. Sá hópur er mótfallinn fyrirhugaðri uppbyggingu í Fannborginni þar sem stendur til að þétta byggð með byggingu hárra íbúðabygginga en DV hefur áður farið yfir þær áhyggjur sem íbúar hafa af þeim fyrirætlunum.

Sjá einnig: Harmaborgin rís en íbúar mótmæla – „Það verður óbúandi í þessum 90 íbúðum í allt að þau 7 ár sem áætlað er að verkið taki“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum