fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Segja enga hættu stafa af sölu Mílu – „Molbúaháttur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. október 2021 14:00

Mynd: Facebook-síða Símans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Vífill Júlíusson, blaðamaður á Markaðnum, segir að Íslendingar þjáist af molbúahætti. Tilefnið er umræða og viðbrögð sem hafa orðið við fréttum um möguleg kaup fransks innviðasjóðs á Mílu af Símanum.

Míla er dótturfyrirtæki Símans og annast ljósleiðaraþjónustu. Fram hefur komið að salan hefur verið rædd í þjóðaröryggisráði og margir hafa áhyggjur af mögulegri sölu innviða úr landi með þessum hætti. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði við RÚV fyrir skömmu að lagaheimildir séu til staðar til að tryggja megi hagsmuni í þessum viðskiptum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist binda vonir við frumvarp sem lagt verði fram næsta vetur og eigi að tryggja stjórnvöldum möguleika til að rýna í erlendar fjárfestingar sem teljast hafa gildi fyrir almanna-og þjóðaröryggi (Sjá vef Fréttablaðsins).

Helgi Vífill segir í skoðanagrein í Markaðnum í dag að erlend fjárfesting sé þjóðhagslega mikilvæg:

„Erlend fjárfesting er þjóðhagslega mikilvæg. Með auknu fjármagni fjölgar til dæmis möguleikum til innlendra fjárfestinga, mannauður eflist með samstarfi við erlenda sérfræðinga og áhættu er dreift á fleiri herðar. Hún skiptir miklu máli fyrir lítil einsleit hagkerfi eins og Ísland og stuðlar að hagvexti, stöðugleika og aukinni framleiðni.“

Helgi bendir á að hömlur á erlenda fjárfestingu á Íslandi séu með þeim hörðustu sem þekkist innan OECD-ríkjanna og hafi slíkar fjárfestingar verið litlar í samanburði við nágrannaríkin. Algjör óþarfi sé að óttast sölu á Mílu enda séu aðeins 15% heimila í landinu með ljósleiðara frá Mílu:

„Það er óþarfi að óttast sölu á Mílu. Míla hefur verið í höndum fjárfesta frá einkavæðingu Símans árið 2005. Það ríkir samkeppni í rekstri fjarskiptainnviða en 85 prósent af heimilum landsins eru með ljósleiðaraþræði frá öðrum en Mílu og það eru þrjú farsímakerfi í landinu. Enn fremur stýrir Fjarskiptastofa með kvöðum og gjaldskrám um það bil tveimur þriðju af tekjum Mílu. Verðið getur því ekki hækkað úr öllu valdi við söluna.“

Sjá pistil Helga Vífils

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum