fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Óttast að Trump muni eyðileggja kosningarnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 17:30

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það leikur enginn vafi á að Donald Trump er enn stærsta stjarna Repúblikanaflokksins og maðurinn sem hefur flokkinn á valdi sínu. Flokkurinn þarf á stuðningi stuðningsmanna hans að halda en nú óttast margir flokksmenn að ummæli Trump muni skemma fyrir flokknum í þingkosningunum á næsta ári.

Kosið verður um öll sætin í fulltrúadeildinni á næsta ári og þriðjung sæta í öldungadeildinni. Demókratar eru með nauman meirihluta í báðum deildum en Repúblikanar vonast til að ná meirihluta í þeim báðum á næsta ári.

Eitt besta vopn flokksins fyrir kosningarnar er Trump en hann er um leið helsta ógnin við flokkinn. Hann styður þá frambjóðendur sem eru honum trúir og tryggir og taka undir staðlausar ásakanir hans um kosningasvik í forsetakosningunum á síðasta ári en ef frambjóðendur voga sér að vera honum ósammála fá þeir að finna fyrir reiði hans.

„Ef við leysum ekki kosningasvindlið frá 2020 þá munu Repúblikanar ekki kjósa 2022 eða 2024,“ sagði Trump í síðustu viku og á þar við að hann muni hvetja þá til að sniðganga kosningarnar.

Þrátt fyrir að ár sé að verða liðið frá forsetakosningunum virðist Trump ekki geta hætt að hugsa um þær og niðurlægjandi ósigur hans í þeim. Hann heldur því statt og stöðugt fram að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað en hefur ekki getað fært neinar sannanir fyrir því, þvert á móti hafa dómstólar hafnað málatilbúnaði hans og stuðningsmanna hans varðandi þetta. En Trump virðist sannfærður um að rangt hafi verið haft við og segir að hægt sé að finna sannanir fyrir því ef nægilega vel sé leitað.

Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins styður þessar ósönnu ásakanir Trump en þeim fer fjölgandi sem telja ónauðsynlegt að halda áfram að hamra á þessu og að þetta skemmi fyrir flokknum í aðdraganda kosninganna á næsta ári. Þessi hópur óttast að þessar staðhæfingar og hótanir Trump muni kosta flokkinn mörg þingsæti.

Segja má að Trump sé rokkstjarna í augum hörðustu stuðningsmanna sinna, þeir fylgja honum í algjörri blindni og trúa öllu því sem hann segir, en orðræða hans er farinn að ýta þeim sem ekki eru svo sannfærðir um ágæti hans frá honum og Repúblikanaflokknum. Þá hefur hegðun Trump einnig ýtt undir kosningaþátttöku stuðningsmanna Demókrata en það kom einmitt berlega í ljós í forsetakosningunum á síðasta ári.

Nýleg könnun, sem var gerð í Georgíu, sýnir að fimm prósent kjósenda Repúblikanaflokksins ætla ekki að kjósa á næsta ári ef ásakanir Trump um kosningasvik verða ekki rannsakaðar betur og fjögur prósent íhuga að kjósa ekki. Mörgum er brugðið vegna þessarar niðurstöðu og vara við afleiðingum þess ef níu til tíu prósent kjósenda flokksins mæta ekki á kjörstað. Sumir telja að vinsældir Trump geri að verkum að hann geti í raun og veru ákveðið hvaða skoðanir frambjóðendur flokksins eiga að hafa.

„Þess vegna skemmir Trump svo mikið. Hann vill ekki að aðrir sigri án þess að krjúpa fyrir honum. Þetta er ógnin. Þetta snýst ekki um að sigra. Þetta snýst bara um hann. Þess vegna er svo heimskulegt að Repúblikanar reyni yfirleitt að starfa með honum því þú veist aldrei hvenær hann ýtir á rauða takkann,“ sagði Barbara Comstok, fyrrum þingmaður Repúblikana.

Vinsældir Joe Biden, núverandi forseta, fara sífellt minnkandi og því ættu Repúblikanar að vera í dauðafæri að vinna góðan sigur í þingkosningunum á næsta ári en margir óttast að þetta gullna tækifæri muni renna þeim úr greipum, eða eins og David Jolly, fyrrum þingmaður sagði: „Þessar kosningar ættu að vera hrein og bein þjóðaratkvæðagreiðsla um frammistöðu Joe Biden. Þess í stað reynir hinn sjálfselski Trump að troða sér inn í það sem ætti að vera auðveldur kosningasigur Repúblikana með því að láta allt snúast um sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“