fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Vilja byggja 3.000 íbúðir í Reykjavík tafarlaust – Nýtur stuðnings verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. október 2021 08:00

Slysið átti sér stað í austurbæ Reykjavíkur í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur vilja að tafarlaust verði hafist handa við uppbyggingu 3.000 íbúða í borginni. Aðilar á vinnumarkaði styðja þessa tillögu en óttast helst að of skammt sé gengið með henni, þörf sé á fleiri íbúðum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og formanni húsnæðisnefndar ASÍ, að hann hafi áður sagt að þörf sé á uppbyggingu sem jafnast á við nýtt Breiðholt. „Það þarf stóraukið lóðaframboð til þess að byggja af þeirri stærðargráðu, sem þéttingarstefna meirihlutans nær ekki að anna,“ er haft eftir honum.

Hann sagðist fagna tillögunni því ástandið sé hrikaleg og verði áfram slæmt en hann fagni því að einhverjir sýni lit og komi með hugmyndir. „Ég get bara ekki séð hvernig í ósköpunum meirihlutinn í borginni ætti að geta staðið í vegi fyrir því að það sé farið í að flýta skipulagi og uppbyggingu á t.d. Keldum eða því svæði í Úlfarsárdal, sem er nánast tilbúið til uppbyggingar,“ er haft eftir honum.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tók í sama streng og sagði að grunnvandinn sé sá að það vanti fleiri íbúðir á markaðinn. Hann benti á að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telji að 30.000 íbúðir vanti á landsvísu á þessum áratug en þar sem fjölgunin verði meiri á fyrri hluta þessa áratugar þurfi um 3.500 íbúðir á ári á næstunni, flestar á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að þetta er fullhófleg tillaga hjá sjálfstæðismönnum. Hins vegar er markmið meirihlutans í borginni að það verði þúsund nýjar íbúðir til á ári, sem er allt of lítið,“ er haft eftir honum.

Ragnar og Sigurður sögðust ekki í vafa um að málið skipti miklu máli pólitískt séð og sagði Ragnar að erfitt verði fyrir meirihluta borgarstjórnar að sigra í næstu kosningum ef þessi tillaga verði felld. Sigurður sagði að það muni koma honum á óvart ef þetta verði ekki fyrirferðarmikið mál fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“