Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að framlengja umsóknarfest um embætti forstjóra Landspítala til 8. nóvember. Hún greinir frá þessu á Twitter rétt í þessu. Áður hafði umsóknarfrestur verið í lögbundnur tveggja vikna lágmarki og hafði sá knappi frestur verið gagnrýndur þar sem um eitt mikilvægasta embætti heilbrigðiskerfisins væri að ræða.
Ég framlengdi umsóknarfrest um embætti forstjóra Landspítala til 8. nóvember. Upphaflega var veittur tveggja vikna lögbundinn lágmarksfrestur en ég hef nú ákveðið að veita að veita mögulegum umsækjendum rýmri tíma en áskilið er í lögum nr. 70/1996.https://t.co/1zMw90UK09
— Svandís Svavarsd (@svasva) October 18, 2021
Meðal þeirra sem gagnrýndu frestinn voru almannatengillinn Friðjón Friðjónsson og þingman Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, en þau bentu bæði á að um eitt flóknasta og viðamesta opinbera starf landsins væri um að ræða og því furðulegt að umsóknarfresturinn væri svona skammur.
Er sammála Friðjóni. Það vekur furðu að augýst sé til eins flóknasta og viðamesta opinbera starfs sem til er hér á landi og umsóknarfrestur sé 15 dagar. Það vekur alltaf ákveðna tortryggni að framlengja frest umfram það sem var en það er líka óeðlilegt að gefa 15 daga. https://t.co/DqusTmzApN
— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) October 15, 2021