fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Hugmynd Rannveigar fær hörð viðbrögð – „Íslenskt atvinnulíf er sturlað af frekju“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. október 2021 10:30

Rannveig Rist. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bara spyr hvers vegna eru leikskólar ekki opnir allan sólarhringinn. Þeir eru bara miðaðir við skrifstofutíma,“ sagði Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, í viðtali við RÚV fyrir helgi, í tilefni af ráðstefnunni  „Jafnrétti er ákvörðun“ sem „Félag kvenna í atvinnulífinu“ hélt fyrir helgi.

Rannveig, sem rekur stóran vaktavinnustað, benti á að ekki vinna allir á dagtíma og segir hún að hindranir fyrir konur sem vilja starfa í álverinu séu miklar, sérstaklega hvað varðar vaktavinnu. Rannveig sagði ennfremur:

„Og eins og þessi fundarmenning að hafa fundi klukkan átta, það gerir oft fjölskyldufólki erfitt fyrir að koma allri fjölskyldunni á sinn stað sérstaklega ef það eru ekki tveir bílar á heimili.“

Frekja atvinnulífsins

Hugmyndin um sólarhringsopnun leikskóla hefur vakið nokkra gagnrýni. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hana dæmi um frekju atvinnulífsins, í stuttri Facebook-færslu:

„Það er kannski ekki hægt að ætlast til að risið sé hátt á þjóð sem gerir háværa kröfu um að lítil börn séu í skóla á kvöldin og um helgar svo foreldrarnir geti unnið – og finnst ómögulegt að háskólanám sé ekki skipulagt þannig að hægt sé að sinna því með fullri vinnu. Íslenskt atvinnulíf er sturlað af frekju og íslensk þjóð hefur ofsalega takmarkaðan skilning á menntun.“

Í annarri færslu um málið bendir Ragnar á að vaktavinna sé óholl og fráleitt sé að daglegar venjur lítilla barna geti tekið mið af því lífsmynstri:

„Ég skil ekkert í umræðunni um sólarhringsopnun leikskóla. Það er margsannað að vaktavinna er óholl til lengdar – sérstaklega vinna sem ruglar í svefn- og vökuvenjum. Á sama tíma er ljóst að sum þjónusta er og verður kvöld og sólarhringsþjónusta. Við lokum ekki sjúkrahúsum, sambýlum og hjúkrunarheimilum klukkan fjögur eða fimm. Sú hugmynd að daglegar venjur lítilla barna taki mið af skaðlegasta lífsmynstri sem til er hjá fullorðnum er lygileg. Það kann að vera sátt um það hjá einhverjum, að líkamleg og andleg heilsa launafólks megi víkja fyrir starfsskipulagi vinnustaða, en fjandinn hafi það ef börn eiga að sitja/liggja inni á stofnunum um helgar, kvöld og á nóttunni til að hægt sé að halda uppi álbræðslu eða hjúkrun. Ef foreldrar ná ekki endum saman nema að sækja í hið eitraða launaálag (sem nóta bene er alltof hátt hlutfall af launum hér á landi) þarf einfaldlega að styðja betur við bakið á þeim með öðrum leiðum.“

Leikskóladeildarstjórinn Davíð Sól Pétursson birtir grein um málið á Vísir.is í dag. Þar bendir hann á að barneignir séu val. Segir hann að umræða um að hafa leikskóla opna allan sólarhringinn og allan ársins hring lýsi vanmati á stöðu leiksskólakennara. Segir hann að finna þurfi annað úrræði til að koma til móts við vaktavinnufólk:

„Þá eru þau ekki lengur kennarar heldur ummönnun eða pössun. Leikskóli er skólakerfi og það má ekki gleyma að það eru kennarar sem vinna á leikskóla. Það má vel hugsa sér að koma með annað kerfi upp sem myndi þá koma til móts við alla, vaktavinnufólk t.d en við þurfum að gæta þess að það verði aldrei undir leikskólakerfinu. Það er nú þegar erfitt að fara að kenna börnum eftir klukkan 15:00 og börn eru eins og við fullorðna fólkið hafa ekki úthald að vera í skóla allan daginn. Því styð ég að það þurfi að koma með annað úrræði og hafa annað val fyrir fólk sem vinnur á vaktavinnu og er einstætt. En leikskóli er ekki lausnin á því vandamáli og það mun bara búa til annað vandamál með því að leysa eitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum