fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Sammála í Silfrinu: Þórólfur búinn að missa salinn, Katrín er æði og breyta þarf lögum vegna klúðurs í NV kjördæmi

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 17. október 2021 11:53

mynd/skjáskot RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líflegar umræður áttu sér stað í Silfrinu þar sem Runólfur Ágústson, verkefnastjóri og Flateyringur, Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, Elín Hirst, blaðamaður Fréttablaðsins og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, voru gestir Egils Helgasonar.

Segja má að öll stóru málin hafi verið tækluð. Sammæltust viðmælendurnir að minnsta kosti um að kosningarnar í Norðvesturkjördæmi hafi verið klúður, en líklegast væri að seinni talningin svokölluð yrði látin gilda og pólitískar afleiðingar yrðu litlar, jafnvel þó málið færi dómstólaleiðina og enda fyrir  Mannréttindadómstól Evrópu. Málið allt yrði að líta á sem ákall eftir breytingum á kosningalöggjöfinni, en henni var síðast breytt með veigamiklum hætti á tímum Davíðs Oddssonar.

Sammála um Katrínu Jakobsdóttur

Egill rifjaði þá upp skoðanakannanir Maskínu sem bentu til þess að meirihluti kjósenda vildi Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Raunar svo mikill meirihluti að ef marka má niðurstöður könnunarinnar eru fleiri Sjálfstæðismenn sem vilja Katrínu sem forsætisráðherra en þeirra eigin formann, Bjarna Benediktsson.

Elín Hirst, sem áður sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er ein þeirra. Skrifaði hún undir stuðningsyfirlýsingu við Katrínu sem birtist í fjölmiðlum rétt fyrir kosningar. „Hún er bara frábær leiðtogi,“ sagði Elín aðspurð hvers vegna hún hefði sett nafnið sitt á þann lista.

Eyþór bætti þá við að það væri rétt að fjölmargir Sjálfstæðismenn vildu Katrínu áfram í forsætisráðherrastólnum, en það væri auðvitað einnig þannig að fjölmargir kjósendur Vinstri grænna vildu einnig hafa Sjálfstæðisflokkinn með í ríkisstjórn.

Sammála um Birgi Þórarinsson

Þá sammæltust viðmælendur um að flótti Birgis Þórarinssonar hafi verið vanhugsaður og lét Runólfur þung orð falla er hann sagði Birgi hafa haft kjósendur Miðflokksins að fífli. „Þetta er ekki í boði. Þetta er ekki rétt við haft. Þetta er ekki fair play,“ sagði Runólfur. „Ég verð að segja alveg það sama. Þetta er bara ekki að ganga upp,“ sagði Elín þá.

Sammála um Sjálfstæðisflokkinn

Færsla Birgis benti þó á þá staðreynd að eina starfhæfa breiðfylkingin í íslenskum stjórnmálum er Sjálfstæðisflokkurinn. Gerði Grímur þá grín að því að ekki mætta muna millimetra á pólitískum skoðunum fólks á vinstri vængnum. „Þá vaða bara menn í að stofna nýjan flokk,“ sagði Grímur og uppskar hlátur meðal viðstaddra.

Sammála um vinstri vænginn

Á meðan er vinstri vængurinn tættur. Nefndi Runólfur að hlutverkaskipti hefðu orðið á Vinstri grænum og Samfylkingunni. „Samfylkingin er á mörkum þess að vera stjórntækur flokkur í huga allavega Sjálfstæðismanna, á meðan VG er orðinn bæði breiðari flokkur en hann var og stjórntækari flokkur en Samfylkingin,“ sagði hann og benti á að Samfylkingin hefði útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sem hann kallaði fráleitt útspil.

Sammála um afléttingar

Enn sammæltust svo viðmælendurnir þegar talið barst að hugsanlegum afléttingum á sóttvarnarráðstöfunum. „Mér finnst eins og Þórólfur sé búinn að missa salinn,“ sagði Egill.

Eyþór Arnalds greip þá orðið: „Hann stóð sig auðvitað frábærlega, en hann er búinn að missa salinn. Við erum búin að ná alveg frábærum árangri í bólusetningum, og þær eru að virka. Þær eru að koma að langmestu leyti í veg fyrir alvarleg veikindi. Nú er kominn tími á að stíga þetta skref til fulls.“ Runólfur tók þá undir með Eyþóri: „Þetta er rétt hjá Eyþóri. Þetta er búið.“

Sjá má þáttinn í heild sinni á síðu RUV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi