fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Friðjón og Helga Vala sammála um undarlega knappan umsóknarfrest – „Þetta er pólitískur jarðskjálfti“

Eyjan
Föstudaginn 15. október 2021 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannatengillinn og Sjálfstæðismaðurinn Friðjón Friðjónsson og Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar eru ekki sammála um margt enda á andstæðum pólitískum pólum.

Hins vegar eru þau sammála um það að nýbirt auglýsing um embætti forstjóra Landspítalans sé með alltof skömmum umsóknarfrest.

„Það er fráleitt að auglýsa starf forstjóra LSH með 15 daga umsóknarfrest. Þetta er eitt viðamesta og flóknasta opinbera starf sem til er. Viljum við ekki fá umsækjendur?,“ skrifar Friðjón á Twitter.

Undir þetta tekur Helga Vala í athugasemd. „Já, ég verð að vera þér innilega sammála. Líka vekur það alltaf tortryggni þegar auglýst er og umsóknarfrestur framlengdur.“

Friðjón varð þá gáttaður á því að Helga Vala og hann væru sammála um eitthvað annað knattspyrnufélagið Valur sé yfirburðafélag. „Vó! Við sammála um eitthvað annað en dýrð Vals. Þetta er pólitískur jarðskjálfti,“ skrifar Friðjón í svari. Því svarar Helga Vala með: „Skellur“.

Helga Vala gerði gott eitt betur og deildi tísti Friðjóns og skrifaði með deilingunni:

„Er sammála Friðjóni. Það vekur furðu að auglýst sé til eins flóknasta og viðamesta opinbera starfs sem til er hér á landi og umsóknarfrestur sé 15 dagar. Það vekur alltaf ákveðna tortryggni að framlengja frest umfram það sem var en það er líka óeðlilegt að gefa 15 daga.“

Í athugasemdum við tíst Friðjóns furða sig fleiri á hinum skamma umsóknarfrest og velta því jafnvel fyrir sér hvort hann sé hafður þetta skammur því nú þegar sé búið að ákveða hver fái starfið.

„Það er væntanlega búið að ákveða hver fær starfið og því ekkert verið að sækjast eftir mörgum umsóknum,“ skrifar einn.

„Er þetta ekki umsóknarfrestur fyrir einn ákveðinn umsækjanda?,“ spyr annar. Friðjón svarar því til að hann viti ekki svarið við spurningunni en viti þó að skammur umsóknarfrestur sé tól „þess sem ræður til að fækka umsækjendum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna