fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Burt með Birgi – Undirskriftum safnað til höfuðs Birgi Þórarinssyni – „Hann svindlaði á kjósendum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 15. október 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er hafin undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Birgi Þórarinsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, að segja sig frá þingmennsku.

Að baki undirskriftasöfnuninni er hópurinn #BurtmeðBirgi sem ofbýður framkoma Birgis í garð kjósenda og segja hátterni hans „aðför að rótum lýðræðisins.“

Eins og flestir vita sagði Birgir sig úr Miðflokki fyrir skömmu og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn en telja margir ljóst að hann hafi ákveðið vistaskiptin áður en kosningar fóru fram. Hefur það hátterni misboðið mörgum sem velta því fyrir sér hvort þetta sé boðleg framkoma í garð þeirra kjósenda sem kusu Birgi á þing fyrir hönd Miðflokks.

Í áskoruninni til þingmannsins segir:

„Við undirrituð skorum á Birgi Þórarinsson að segja sig frá þingmennsku.

Ljóst er að Birgir Þórarinsson bauð sig fram í nýliðnum alþingiskosningum undir fölsku flaggi. Hann svindlaði á kjósendum með því að láta kjósa sig fyrir flokk sem hann yfirgaf svo strax að kjöri loknu. Það teljum við vera alvar­lega aðför að trausti kjós­enda á fram­boðum og kosn­ing­um í lýðræðisríki. Við getum ekki hugsað okkur að það verði látið viðgangast.

#BurtmeðBirgi er þverpólitískur hópur fólks sem ofbýður framkoma þingmannsins í garð kjósenda og aðför hans að rótum lýðræðisins.“

Birgir hefur nú greint frá því að honum hafi ekki liðið vel innan Miðflokks í nokkurn tíma, allt frá því að Klaustursmálið kom upp árið 2018, en hann hafi gagnrýnt samflokksmenn sína vegna málsins sem hafi gert hann utangarðs í flokki sínum. Hafi það svo gert útslagið þegar hann fékk tölvupóst fimm dögum fyrir kosningar þar sem lögmæti lista Birgis í Suðurkjördæmi var dreginn í efa. Hafi hann ekki viljað yfirgefa flokk sinn rétt fyrir kosningar þar sem það hefði getað haft afgerandi áhrif á gengi Miðflokks í Alþingiskosningunum. Því hafi hann beðið. Hefur hann þó viðurkennt að eftir á að hyggja hefði hann líklega átt að bíða í nokkra mánuði til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum