fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ofurtollar og skortur á blómkáli og spergilkáli – Þetta eru þingmennirnir sem bera ábyrgð á þessu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 06:46

Blómkál eru úrvalsfæða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu er blómkál nánast ófáanlegt í verslunum og lítið framboð af spergilkáli. Ástæðan er lítið framboð af innlendri uppskeru og á sama tíma eru háir tollar lagðir á innflutta vöru. Það gerir að verkum að innflytjendur treysta sér ekki til að flytja kálið inn nema í mjög litlum mæli. Að auki hefur verið skortur á selleríi síðan í ágúst.

Í gær skýrði Eyjan frá því að dreifingaraðilar hafa að undanförnu fengið innan við 10% þess sem þeir hafa pantað af blómkáli og spergilkáli og ekkert sellerí en fram til 15. október leggjast háir tollar á þessar vörur eða 30% verðtollur og fastur magntollur á hvert kíló en hann er 176 krónur á blómkál og spergilkál og 276 krónur á sellerí. Innkaupsverðið getur því tvö- og þrefaldast.

Ástæðan fyrir þessum ofurtollum er að haustið 2019 lagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fram frumvarp sem fól í sér ýmsar breytingar á tollaumhverfi innflutnings búvara. Í frumvarpi hans var gert ráð fyrir að innflutningur á blómkáli, spergilkáli og selleríi yrði tollfrjáls allt árið. En þetta vildi atvinnuveganefnd Alþingis ekki fallast á og gerði meirihluti hennar breytingu á frumvarpinu og lagði til að tollar myndu leggjast á þessar vörur hluta úr ári. Á spergilkál frá 1. júlí til 15. október og frá 15. ágúst til 15. október á blómkál og sellerí. Einnig þrengdi nefndin tímabil tollfrjáls innflutnings á ýmsum öðrum grænmetistegundum verulega frá því sem lagt var upp með í frumvarpi ráðherrans.

Félag atvinnurekenda varaði strax við þessu og benti á að þetta myndi hafa þær afleiðingar að reglulega myndi koma upp skortur á tilteknum grænmetistegundum og yrðu þær ófáanlegar eða miklu dýrari en nauðsyn bæri til og það þrátt fyrir að engar innlendar vörur væru til. Ekki er annað að sjá en sú spá hafi ræst.

Meirihluta atvinnuveganefndar mynduðu þau Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum, sem var formaður nefndarinnar, Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokki, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum. Þetta eru því þingmennirnir sem lögðu til við Alþingi að settir yrðu tollar á fyrrgreindar vörur en þeir hafa valdið því að þær eru illfáanlegar þessa dagana og verða neytendur að greiða himinhátt verð fyrir þær ef þær fást á annað borð.

Það má því ljóst vera að þessir fimm þingmenn bera mikla ábyrgð á því ástandi sem ríkir varðandi framboð af hollustuvöru á borð við blómkál og spergilkál í verslunum þessa dagana.

En fimmmenningarnir bera ábyrgðina ekki ein því meirihluti Alþingis samþykkti síðan frumvarp Landbúnaðarráðherra eftir að meirihluti atvinnuveganefndar hafði gert fyrrgreindar breytingar á því. Þeir þingmenn sem samþykktu frumvarpið voru:

Úr Sjálfstæðisflokki: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Úr Framsóknarflokki: Ásmundur Einar Daðason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Willum Þór Þórsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

Úr Vinstri grænum: Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir og Svandís Svavarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund