fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Jón Steinar segir Sjálfstæðisflokkinn styðja siðleysi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 08:00

Jón Steinar Gunnlaugsson. Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er þá yfirgaf Birgir Þórarinsson nýkjörinn þingmaður Miðflokksins flokkinn nýlega og gekk til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Þetta er umfjöllunarefni í pistli sem Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum hæstaréttardómari, ritar í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni „Stuðningur við siðleysi“.

Jón Steinar segir að ljóst sé að Birgir, sem hann nefnir ekki á nafn í pistlinum, hafi boðið sig fram undir fölsku flaggi. Hann hafi ekki skýrt þetta með öðru en gamalli atburðarás sem lá fyrir löngu fyrir kosningarnar. „Hann var einfaldlega að svindla á kjósendum, þegar hann lét kjósa sig fyrir flokk sem hann yfirgefur svo strax að kjörinu loknu vegna atvika sem lágu fyrir áður en kosið var,“ segir Jón Steinar.

Hann segist síðan halda að hann myndi varla nenna að stinga niður penna til þess eins að gagnrýna hátterni Birgis en það sé hins vegar ástæða til að staldra við og spyrja af hverju Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í þessu með Birgi.

„Með því háttalagi gerist sá flokkur meðsekur í háttsemi mannsins. Komið hefur fram í fréttum að enginn þingmanna flokksins greiddi atkvæði gegn því að taka við honum. Þingflokkurinn hefur þá upplýst að hann er til í að taka þátt í siðlausum brotum annarra ef hann aðeins telur sig hagnast á því – í þessu tilviki með því að fá viðbótaratkvæði á þingi,“ segir Jón Steinar og bætir við að þetta sé ekki gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?