Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri hjá Gæðabakstri-Ömmubakstri, sem sérhæfir sig í fersku brauðmeti.
Gísli starfaði um árabil sem markaðstjóri tæknifyrirtækisins Origo. Þar áður var hann markaðsstjóri MATÍS og blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Hann er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, BA í sagnfræði og lokið hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.
Gæðabakstur var stofnaður 1993 en á rætur að rekja til ársins 1952 þegar Ömmubakstur var stofnaður. Fyrirtækið rekur einnig Kristjánsbakarí á Akureyri en alls starfa um 150 manns hjá fyrirtækjunum.
,,Gæðabakstur-Ömmubakstur er á afar spennandi markaði þar sem mikil nýsköpun og þróun í vöruframboði á sér stað. Fyrirtækið hefur verið leiðandi nýjungum og hyggst efla þann þátt enn frekar á komandi misserum. Það er því afar áhugaverðir tímar framundan hjá Gæðabakstri,” segir Gísli.