Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti allt á annan endan í hinu pólitíska samfélagi á Íslandi um helgina er hann sneri baki við Miðflokknum, flokknum sem hann var kjörinn á þing fyrir fyrir fáeinum vikum síðan, og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.
Töldu margir að Birgir hefði ákveðið þetta liðhlaup fyrir kjördag en ákveðið að bíða þar til hann hefði kjörbréfið í höndunum áður en hann stökk frá Miðflokksborðinu.
Birgir hefur því töluvert verið milli tannanna á landsmönnum undanfarna daga eftir heilt kjörtímabil á þingi þar sem fór nokkuð lítið fyrir honum, enda eftirminnilega skilinn útundann þegar þingmenn Miðflokksins komu saman á Klaustursbarnum árið 2018.
Það er því ekki furða að fólk hafi nú skoðað þingmanninn betur og hafa nú einhverjir veitt því eftirtekt að í Knarraneskirkju – sem er kirkja sem Birgir og kona hans, Anna Rut Sverrisdóttir, reistu sjálf á jörð sinni, Minna-Knarranesi, megi finna altaristöflu þar sem þingmaðurinn sjálfur er málaður við hliðina á frelsaranum sjálfum.
Birgir leitað til úkraínska listamannsins Andrii Kovalenko og fól honum að mála altaristöflur sem sýnir meðal annars núverandi ábúendur – Birgir og Önnu – ásamt nokkrum forfeðrum þeirra og svo Jesús Krist sjálfan fyrir miðju.
Knarraneskirkja var vígð með pomp og prakt í ágúst síðast liðnum þar sem Karl Sigurbjörnsson biskup vígði kirkjuna.
Það var svo formaður Miðflokksins sjálfur, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem tók fyrstu skóflustunguna að kirkjunni árið 2015. Þá var Sigmundur Davíð forsætisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn en stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fóru einmitt fram á heimilinu að Minna Knarranesi. Sigmundur á svo víst sjálfur rætur að rekja til Knarraness samkvæmt frétt Víkurfrétta á sínum tíma.
Nokkrir netverjar hafa velt altaristöflunni fyrir sér undanfarinn sólarhring
Þetta er smekklausasta list sem ég hef séð í háa herrans tíð https://t.co/f0ehcSiThg
— Þorsteinn Vilhjálmss (@kirjalax) October 11, 2021
Ónefndir sjálfstæðismenn: "guð vill það"
Birgir: " fyrst þú orðar það þannig .."— Sveinn Flóki (@sv1floki) October 11, 2021